Nú er svo komið að CA serverinn er kominn á síðasta snúning. Bilanir hafa komið upp síðustu daga sem rekja má til mikillar spilunar undanfarin misseri.

Upp komst um bilanirnar þegar leikir á CA voru farnir að hafa áhrif á öðrum serverum. Þetta lýsti sér einna helst í óskiljanlegum fröggum á þeim serverum sem keyrðir eru á sömu vél og CA þjónninn. Lengi vel kunnu pimpar enga skýringu á þessu en fór að gruna ýmislegt t.d. þegar fregnir bárust af því að leikmenn hefðu verið reilaðir á T2.

Við nánari athugun kom í ljós að CA hefur verið spilað úr hófi fram undanfarin misseri. Ein af afleiðingunum af því er sú að DM6 er einfaldlega farið að gefa sig. Svo virðist sem göt séu komin í mappið á ákveðnum álagspunktum sem leiðir af sér að bæði reil og rocket geta sloppið í gegn og inn á aðra servera.

Smegma brást skjótt við þessum fréttum og gekk um serverinn eina nótt þegar lítið var að gerast. Gefum honum orðið:

“Ja, það er alveg ljóst að mappið er orðið mjög slitið á nokkrum stöðum. T.d. er brúin fyrir ofan SG farin að gefa sig og spurning hvað hún helst uppi lengi - enda láta leikmenn raketturnar og reilin dynja á þessum stað. Eins er staðurinn í kringum MH farinn að láta á sjá enda er mikið um rocketjump á þessu svæði”

“Ég hafði strax samband við ID Software þegar ég frétti af þessu. Þeir tjáðu mér að þessi möpp væru hönnuð til að þola ca. 20.000 round en það er alveg ljóst að mappið er komið langt yfir þau mörk í spilun hjá okkur.”

“Við höfum samt nokkra möguleika í stöðunni. Einn er að panta nýtt mapp frá ID en á þessari stundu er ekki ljóst hvað það kostar eða hvenær það fengist afhent. Ég var einnig að heyra að Húsasmiðjan væri farin að selja svokallað radient-sparsl sem nota má til að fylla upp í stærstu götin. Þar sem lítil reynsla er komin á sparslið er ekki víst hvernig þetta myndi gefast. Þriðji möguleikinn væri svo að draga úr CA spilun til að hlífa mappinu. Við pimpar tökum þetta mál mjög alvarlega og munum leita allra leiða til að tryggja að serverinn haldist uppi yfir hátíðarnar. Leikmenn mega samt búast við einvherjum röskunum á næstu dögum og vikum.”

“Mig langar samt að beina þeim tilmælum til CA spilara að fara sparlega með skotin og skjóta ekki í gólf og veggi að ástæðulausu. Ég hef orðið var við mikið kæruleysi í þessum efnum undanfarnar
vikur hjá einstökum leikmönnum. Eins vil ég biðja menn að reyna að hitta úr reilum því þau eru einna líklegust til að sleppa í gegnum veggina. Rocketjumpum ætti einnig að stilla í hóf því þau geta valdið miklum skaða á gólfi og veggjum.”

Það er því ljóst að CA spilarar þurfa að fara gætilega næstu vikur meðan unnið er að úrlausn þessara vandamála.

- Trini