ZeRo4 vann um helgina Quake 3 keppnina á World Cyper Games í Kóreu, þegar hann mætti rússanum LeXer á pro-q3tourney4 í úrslitaleiknum. Hann sigraði LeXer 19-9 og hélt forystunni allan tíman. Þetta er þriðja stórmótið sem ZeRo4 vinnur á einu ári, hann vann CPL Babbages í desember fyrir ári þar sem hann vann Lakerman í úrslitum (og 25.000 dollara), QuakeCon síðasta sumar þar sem hann sigraði fatal1ty í úrslitaleiknum (og fékk fyrir 30.000 dollara) og núna WCG gegn LeXer (ásamt 20.000 dollurum í viðbót).

En átta efstu sætin enduðu svona:
1. ZeRo4 (USA) $20,000
2. LeXer (RUS) $10,000
3. SteLam (GER) $5000
4. St_Germain (FRA)
5. proZac (SWE)
5. Kik (RUS)
7. Python (AUS)
8. Pele (RUS)