Ég hef verið að grípa svolítið í Quake3Arena hérna í landi Svía. Ekki frásögum færandi nema hversu hræðilega leiðinlegt CTF er spilað hérna í Evrópu og fyrir það hversu hátt ping allir bestu dúel-spilararnir eru með(þ.e.a.s. þeir sem stunda public servera).

Þetta með CTFið felur í sér:

1)Ekki nokkra hjálp að fá frá liðsmönnum þínum. Taktu flagg andstæðingins og reyndu svo að vera á undan liðsfélögunum að ná í health og armor, þeir beita öllum hugsanlegum aðferðum við að stoppa þig, þó að þú sért með flaggið. T.d. á Q3w2 er afar vinsælt að taka MH og RA systematískt af flaggkarríernum. Ef maður heldur að þeir séu að hjálpa manni þegar þeir drepa óvininn, þá veit maður að þeir eru bara að koma í veg fyrir að ég tapi heilsu og þar af leiðandi taki af þeim MH eða RA. Pfff..

2)Öll þessi hræðilega, hræðilega leiðinlegu, heimskulegu, ljótu, asnalegu möpp eru í miklu uppáhaldi evrópubúa. Flestir sörverar eru með rótation á þessa vegu: Original Q3 möppin, Q3w1, Original q3 möppin, Q3w2, Original q3 möppin, Q3w3. Skiptir engu máli þó að 36 manns séu inn á servernum í einu. Q3ctf1 bara! Svo þessi jumppadmaniaspace möp öll sem eru afar heimskuleg í CTF. Þjóðverjarnir elska þau.

3)Andskotans serverarnir eru alltaf upp fullir af bottum! Þá á ég ekki við aimbotta eins og Z og Butch, heldur þessir vitlausu lingar; Uriel, Sarge og drápsóði Tíbetmúnkurinn. Þetta þýðir að þegar ég geri refresh á sörverana þá lítur út fyrir að 100.000 manns séu að spila CTF. Svo er náttúrulega enginn að spila, nema örfáir þjóðverjar eru að jumppadast.

Dúelið:

1)Hræðilegar gelgjur sem spila dúel (ekki eins og á Íslandi þar sem allt þroskaðasta liðið er í dúel*hóst*).

2)Þessar hræðilegu gelgjur byrja leikinn á eftirfarandi: Javla Packetloss, Jag har inte min Headphones, Ich bin ein Berliner!, My wrist hurts but HF.

3)Svo vinna gelgjurnar mig alltaf og segja: “You suck! Get a life! Newbie!”

4)Svo það sem þessi grein snýst um. Bestu dúel spilarar sem ég hef spilað við eru alltaf með 150-200 í ping. Það gerir það náttúrulega að verkum að erfiðara er að hitta þá, en neiiii - þeir skjóta ævinlega 40-50% rail (20-60 skot, no kidding). Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að það geti verið út af þessu:

“I've seen some dodgy stuff on Q3. A popular one seems to be people taking their rate down to fake a high ping and make them hard to hit as they start jerking about. Not so much of a cheat but its still lame.”

Eða ætti ég kannski að læra að strafe-jumpa?