Skjálfti 4 ásamt öðrum hafa verið mjög góðir og keppnisfyrirkomulag með þeim betri en þó mætti þar vera aðeins betri ráð á sökum þess að það eru allt of margir riðlar í AQ og þar af leiðandi of fá lið í hverjum riðli. Undirritaður datt út í sínum riðli vegna þess að það voru tvo sterk lið í þeim riðli, ok ég veit að margir segja núna að fyrirkomulagið er hið besta en af hverju er þetta ekki eins og á eldri skjálftum, færri riðlar og fleiri lið í riðlum? Þannig fá lið fleiri leiki og vonandi skemmta sér betur. Þó er hægt að nýta þann tíma sem að fer til spillis til dæmis með því að matcha en samt það eru rosalega margir sem keppa bara og matcha svona af og til. Þar af leiðandi fá þeir sem detta út úr sínum riðlum kannski max 2 leiki sem að þeir keppa í en þó er þetta ekki með alla. En eins og fyrirkomulagið er í CS þá eru færri riðlar og fleiri lið þar. Keppendur þar eru að fá 5-10 leiki og mun meiri tími áætlaður fyrir þá en AQ.
Hitt málið er það að þessi HEILAGA ÞRENNING eins og hún er kölluð er löngu orðið ofspiluð, það hefur verið keppt í þessum borðum frá því að AQ keppni hófst á skjálfta sem er fyrir löngu síðan. Þetta er alltaf erfið umræða en það mætti samt fara að íhuga að koma nýrri möppum inn á skjálfta.
En þetta er einungis mín skoðun og með von um einhverjar breytingar á næstu skjálftum.
Þó ætti þetta bréf kannski betur heima til Landssímans, veit það samt ekki. Langar bara að fá einhver viðbrögð.
Látið heyra frá ykkur, hver er ykkar skoðun?

Kveðja KitCat[mAIm]