Hver hefur ekki lent í þeim óskunda að vera að spila 1on1 við einhvern annan, verið að skemmta sér vel, og þá DISCONNECTAR hinn aðilinn! Jafnvel þó að jafnt standi, en eitthvað sem hinum hefur þótt afar ‘gay’ hefur gerst, og hann disconnectar…
Þetta finnst mér vera argasti dónaskapur og frekja.
Þegar viðkomandi joinaði serverinn, og hélt áfram eftir map_restart, þá er hann í mínum augum búinn að samþykkja að spila leik. Er í lagi að bara, hætta án þess að segja orð?
Ég get skilið þetta ef kallað er í mat, eða viðkomandi er að fara að gera eitthvað sérstakt. Ef þetta er hinsvegar eingöngu vegna pirrings held ég að fólk (taki þetta til sín sem eiga) verði að endurskoða sinn gang. Svona kemur maður ekki fram við aðra. (A.m.k ekki í heilbrigðum heimi)
Aldrei nokkurn tímann hef ég séð einhvern, í EINHVERRI íþrótt/sporti, labba bara í burtu ef illa gengur.
Ég hef voða lítið meira að segja, en langaði bara til að vekja fólk til umhugsunar.

loom