Klukkan er orðin hádegi og kominn tími til að staulast á fætur. Synd. Alltaf gott að liggja fram eftir(eins og að hádegi sé ekki fram eftir). Jæja, á maður að fá sér morgunmat eða ætti maður að fara strax í það að lesa vísi, mbl og huga? Nei, sturta held ég.

Sturtan er búin og komið að því að opna fataskápinn. Fataskápurinn minn er ágætur sem slíkur. Þar má finna fínustu föt sem jaðra við það að vera í tísku. Ég á nokkur pör af buxum sem mér finnst nokkuð góðar. Svo á ég allskonar wannabe föt eins og t.d. þrönga boli og súkkulaðipeysur ýmiskonar. Ég vel mér þægilegar nærbuxur, svarta sport sokka og gallabuxur. En hvað á að klæða snjóhvítu bumbuna mína?

Þá er ég einmitt kominn að kjarna málsins.

Mig langar að fara í eitthvað þægilegt. Eitthvað sem fellur við líkama manns eins og amp við Butch. Þá kemur ekki margt til greina. Ef ég á að segja ykkur alveg eins og er, þá eru þröngu bolirnir sem sýna kraftalegu bumbuna mína og súkkulaði peysurnar sem eru of hlýjar til þess að fara á pólinn í eitthvað sem kellingin valdi á mig. En ég á vopn!

Ég borgaði mig nefnilega inn á nokkur skjalftamót hér áður fyrr. Hvernig tengist það fatnaði? Jú, þægilegustu flíkur sem ég á í mínum fataskáp eru:

Skjalfti 99|4 - p1mp bolur (Ég stal honum ekki til að vera töff, heldur til að líða vel!)
…og nokkrir venjulegir skjalfta bolir!

Því segi ég: “Láttu þér líða vel! Kveikaðu!”