Svona í ljósi þess að ansi langt hefur verið síðan síðast var haldið q3 duel mót hér á Íslandi fannst mér tilvalið að nota jólafríið í eitt stutt mót svona upp á gamanið. Ég og kumpáni minn hann Valdi höfum því ákveðið að taka málin í okkar hendur og halda eitt stykki sjortara.

Notast verður við OSP og höfum við ákveðið að nota CPL kortalistann. Því verður spilað pro-q3dm6, ztn3tourney1, hub og pro-nodm9(q3dm13 í nýjum búningi). Í miðbracketinum verður spilað eitt kort en eftir það verður best of 3. Miðum við að 16 manns skrái sig en alltaf hægt að bæta fleirum inn ef skráning gengur vel(eða fækka ef hún gengur illa).

Við vorum að spá í láta þetta spilast á tveim kvöldum eða 21. og 22. desember sem eru fimmtudags og föstudagskvöld. Ef menn vilja frekar einhverjar aðrar dagsetningar eða koma öðrum athugasemdum á framfæri þá endilega láta ljós sitt skína hér fyrir neðan. Frekari tímasetningar verða þá settar upp þegar nær dregur móti.

Þið getið skráð ykkur með því að senda email á mig (booger@simnet.is) eða á hann Valda (dalsel@simnet.is) eða með því að tala við okkur(Ignignokt og Valdi-) á irc á rásinni #sjortari. Ef einhverjir fleiri vilja leggja hönd á plóg endilega hafið samband.
l