Íslandsmótið í kveik var nú um helgina og var alveg einstaklega vel heppnað í alla staði. Skipulagið til fyrirmyndar og allt gekk vel fyrir sig. Munur frá fyrri *hóst*skjálfta*hóst mótum sem haldin hafa verið. (Ég vil taka fram að skjálftamótin hafa verið mjög góð en oft tafist fram úr hófi).
Og greinilegt að góðir styrktaraðilar hafa staðið á bakvið mótið því ekki kostaði mikið inn. Og verðlaunin… já alls ekki af verri endanum. Mjög flottir “bikarar” og svo ferð á evrópumót í quake fyrir þá tvo efstu í duel(einvígis) keppninni. Mun skemmtilegri vinningar en hefur tíðkast hér áður.
Ég vil óska aðstandendum mótsins til hamingju með vel unnið verk og vona að þeir haldi áfram að láta gott af sér leiða fyrir kveiksamfélagið.
Frekari upplýsingar um mótið og úrslitin má finna á <a href="http://iq2k.qsi.is/“> þessum </a> vef og meira um Kveik Samband Íslands má finna <a href=”http://qsi.is/"> hér </a>

Kwai
Kwai