Til þess að skoða hvernig nokkur nýju vopnanna sem munu fylgja með mission pakkanum frá id munu virka, þá þarf maður eitt stykki Quake 3 sem er patchaður í vs 1.25. Svo þarf maður að taka niður console og skrifa devmap q3dm6 (eða eithvað kort bara), skrifa svo give all, svo maður fái öll vopnin og passa að hafa einhvern takka bindaðan í “next weapon”. Svo bara skoða :)
Það eru 3 ný vopn þarna, þó 2 þeirra séu á fáránlegu byrjunarskeiði. Það eru Proximity Mines, sem eru einhverskonar gildrur, en þetta lítur hræðilega út þarna því það eru ekki til model fyrir sprengjurnar ennþá, né almennileg hljóð, en þetta virkar samt. Nailgun er þarna líka, þó enn þá vantar model á naglana sjálfa þannig að maður skítur bara risastórum kössum og það er ekkert hljóð. Og loks er það chaingun, það vantar reyndar model fyrir vopnið sjálft, en áhrifin af þessu vopni virðast vera ekkert minna en svakaleg. Það er brjálað kúlnaregn sem dreifist alveg ógurlega :) Gaman að skoða þetta.