Öllum að óvörum þá kom allt í einu nýtt point release út í gær. Sem óðir menn þá ruddust allir Quake III aðdáendur til handa og fóta og sóttu þetta, og því miður þá instölluðu sumir þessu yfir eina quake3-inn sinn. Þar af leiðandi þá komust þeir ekki lengur inn á skjálfta þjónana, því þeir keyra á linux, en einungis win32 útgáfa af Point Release-inu er komið. Jæja, ekki er tjónið 100% hugsar fólkið sem var að skemma Quake-inn sinn, við getum alltaf keyrt upp OSP og spilað við Botta, eða jafnvel sparkað í botta í Pro Mode… EEEEEEE ekki hægt. Ekki eitt einasta mod virkar með þessu. Þetta er reyndar viðurkennt af id, og þeir lofa bótum og betrum, sem í þessu tilfelli er að gefa út source code svo mod höfundar geta tekið sig til og endurskrifað modin sín til að þau fitti inn í þetta. Það gæti tekið smá stund væntanlega. Robert Duffy frá id skrifaði t.d. <a href="http://finger.planetquake.com/qfplan.asp?userid=raduffy&id=14761“>.plan update</a> akkúrat um þetta, því hann sá víst viðvörun frá crt (höfundi rocket arena) þar sem hann varar fólk við að sækja þetta point release þar sem RA3 virkar ekki með því.
En þetta er ekki það versta. Það versta er að þeir tóku sig til og breyttu ýmsu varðandi ”gameplay“. T.d. þá hafa þeir minnkað hraðan á manni með því að minnka strafe jump um einhver prósent, þannig að það er mun erfiðara að ná ýmsum stökkum sem maður var farinn að ná tiltölulega auðveldlega með því að æfa sig, auk þess sem ”skjótígegnumgólf“ böggurinn er núna farinn, sem þýðir nánast að tourney4 er ónýtt.
Í augnablikinu þá get ég bara munað eftir einu dæmi um svipaðar aðstæður og breytingar, og það er Challenge Pro Mode. En þeir hinsvegar höfðu vit á því að öskra: ”Varúð MOD! Ef þið notið þetta þá mun allt breytast!“. id hinsvegar öskraði: ”Nýtt Point Release!!!“. Sjáiði munin?<br>
Það má kannski koma með eðalrök í þá áttina að id megi gera svona lagað, því þetta er nú eftir allt saman þeirra leikur, sem þeir bjuggu til frá grunni, þannig að þeir mega leika sér aðeins með þetta án þess að spyrja kóng né prest. Og vissulega eru það réttmæt rök, en það breytir ekki því að þetta er leikur sem er búnað vera til í hvað?… 9 mánuði. Á þessum tíma eru ekki bara orðnir til atvinnumenn í Q3, heldur heilu atvinnu klönin. Og það að id ákveði að þeir hafi gefið út vitlausan leik í upphafi og vilji laga það breytir ekki þeirri staðreynd að þessir atvinnumenn vilja alls ekki þurfa að læra þá grein sem þeir hafa atvinnu af upp á nýtt. Með þá staðreynd í huga þá hafa þegar ýmsir mótshaldar líst yfir tryggð við 1.17, eins og t.d. Qil og CPL hvað varðar Frag4, þannig að keppendur á þessum mótum þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að allt í einu þurfa að standa frammi fyrir því að kunna Quake 3 ekki eins vel og þeir gerðu í gær.<br>
En á móti þá er ég viss um að id er að gera sitt besta, og ég er líka viss um að gífurlegur fjöldi notenda muni uppfæra leikinn sinn. En ég er líka viss um að flestir, ef ekki allir hardcore Q3 spilarar muni halda sig við 1.17 eithvað áfram, þangað til hlutirnir skírast eithvað. Það var nógu slæmt fyrir nokkrum árum þegar samfélagið skiptist í Quakeworld og NormalQuake, og núna í Vanilla og Pro Mode, en að ef samfélagið skiptist í V 1.17 og V 1.25… þá er nú fokið í flest skjól.<br>
En til þess að ná í þetta eðal apparat, þá er <a href=”http://smegma.simnet.is“>Smegma</a> komin með local dl <a href=”http://www.simnet.is/quake2/q3files/Q3PointRelease_125.exe“>hérna, <a href=”http://www.quake.is“>quake.is</a> er með local dl <a href=”http://www.quake.is/files/quake3/patches/Q3PointRelease_125.exe“>hérna og <a href=”http://arena.mi.is/">arena</a> er ugglaust rétt nýóbúnir að birta link með local dl.<br>
Munið bara að installa þessu <b>ekki</b> fyrr en það er komin tilkynning hérna um að Skjálfta leikjaþjónarnir séu komnir með þessa útgáfu!