Lan-Setrið er nýtt af nálinni hér á Íslandi. Byrjum á aðal atriðinu. Lan-Setrið er til húsa að Dalvegi 24 í Kópavogi, þetta er stórt og gott húsnæði, mjög hlýlegur staður.

Ég skal reyna að lýsa staðnum í eins fáum orðum og ég get.

Okay, það sem er verið að gera á Lan-Setrinu er það að byggja aðstöðu fyrir clön að æfa sig á Multiplayer leikjum, (allir leikir velkomnir). Það er pláss fyrir 20 mannns að spila í einu á lani, (eins og er,) en seinna meir verður gert pláss fyrir allt að 50 manns að spila á lani og þar af aðstaða fyrir 5 - 10 manns að spila á internetinu. Þarna eru borð, þægilegir skrifborðsstólar, snúrur og hubbar tilbúnir. Og eftir ekki svo langan tíma verður einnig skjár á hverju borði, þannig að það þarf bara taka með sér tölvuna, lyklaborðið og mús.
Svo er þar líka hvíldar horn fyrir þá sem vilja hvíla sig á tölvunni, og horfa smá stund á sjónvarp eða spjalla við aðra á staðnum.

Ég vill láta koma fram það að þarna er verið að gera fyrsta flokks aðstöðu fyrir clön og þá sem vilja koma sér saman og spila sinn uppáhalds tölvuleik á lani. Þeir sem eru að koma þessu af stað eru ekkert nema áhugasamir við að gera gott fyrir Lan menninguna á Íslandi. Það hefur verið skortur á húsnæði til að Lanast í langan tíma, þannig að ekki láta ykkur vanta við að notfæra ykkur þessa aðstöðu.

Mennirnir sem eiga heiðurinn af þessu öllu heita Ingi Sveinsson og Hlynur Sveinbergsson. Þekktir betur í Counter-Strike heiminum sem []UN[]Auriga og []UN[]Lightning.

Ekki vera feimnir við að láta ykkur sjást á Lan-Setrinu.

Endilega sendið mér línu til að fá allar upplýsingar um verð og opnunartíma eða bara það sem ykkur liggur á hjarta.

[]UN[]F.U.B.A.R.

Óskar G. Jónsson

fubar@unclan.inbox.as
oskar@jonsson.gs
[]UN[]F.U.B.A.R.