Æ, þetta er indælt lagg Jæja félagar,

Núna er nóg komið. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu laggi sem tröllríður skjálftaserverunum þessa dagana og hefur gert í töluverðan tíma. Nú er kominn tími til að gera eh. í málunum.

Ég er með adsl 256k. Ég er búinn að prófa að breyta rate, cl_maxpackets, snaps, pmove, cg_smoothclients og hvað þetta heitir nú. Búinn að henda q3config (já, líka úr osp) installa upp á nýtt en ekkert gengur.

Núna var ég í ctf rétt áðan og það var gjörsamlega óþolandi. Laggið er svo mikið á köflum að það er eins og maður teleportist milli staða. Ég var geinilega ekki sá eini sem laggaði sbr. “gg lagg” comment annarra leikmanna. Reyndar er spurning hvort sé um packetloss að ræða, en það skiptir sosum engu máli. Aðal málið er að þetta sé leyst.

Núna pingaði ég nokkra skjálftaservera í síðustu viku með ping -t <ip> -l 512 og svo líka ping -t <ip> en það gaf ekki nema 1% pakkatap sem er sosum engin ósköp. Netgraph hjá mér gefur aðra mynd eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þessi ósköp sem sjást á grafinu gerast á ca. mínútu fresti hjá mér.

Kann eh. lausn á þessu vandamáli? Það er heldur súrt þegar q3 áhugi fer stöðugt vaxandi að það sé ekki hægt að spila á serverunum. Oft er þörf en nú er nauðsyn að góðir menn komi saman, fái sér smá bjór og leysi þetta í eitt skipti fyrir öll.

- Trini