Það er ýmislegt að skýrast varðandi mótið… Í fyrsta lagi þá byrjar Q3 mótið sjálft í fyrramálið einhverntíman.<br>
Í öðru lagi þá mun Fatality ekki spila með í 1on1, þar sem hann mun spila í 4on4 með claninu sínu Clan Capitol, en það er einhver stefna hjá Battletop að hafa mótin sín það stutt að menn geta ekki keppt í báðum greinum. Þannig að það er alveg eins hægt að rétta Zero4 ávísunina strax, nema einhverjir eins og C3 eða Matador komi verulega á óvart og vinni hann.<br>
Í þriðja lagi þá er ljóst að Stickmen og Clan Capitol og Xband munu öll vera með sín sterkustu lið, þannig að þetta mót verður ekkert annað en snilld, og það er nokk öruggt að það verður mun meiri spenna í 4on4 heldur en 1on1.<br>
Og síðast en ekki síst þá er kominn einn QTV server sem hægt verður að reyna að skoða herlegheitin á.<p>
207.110.61.224:27960