Ég veit að það er til fullt af fólki sem vill spila Quake 3, bæði online og á Skjálfta… En hvað er það sem fær fólk til að skrá sig á online mót og spila aldrei?<br>
<a href="http://www.gleagues.com/league.jsp?leagueid=116“>M-Lagg</a> var einmitt hugsað sem eithvað fyrir fólk að gera milli Skjálfta móta… En lítum á tölurnar…<p>
Af 121 skráðum leikjum þá hafa aðeins 65 verið spilaðir. Það þýðir sumsé að 56 leikir urðu að skrást sem forfeit, og oftast vegna þess að menn bara mæta ekkert, eða taka ekki áskorunum.<br>
Þetta er ferlegt því við höfum ekki yfir neinu að kvarta varðandi fjölda þáttakenda. Það eru 18 skráð lið í 2on2 laddernum, sem eru þá 36 manns, og svo eru 24 skráðir á 1on1 ladderinn. En með þessar tölur í huga þá spyr ég hversvegna menn spila ekki sína leiki!<br>
Að sjálfsögðu eru margir sem spila allt sitt og standa sig með prýði, en það sem ég skil ekki eru þeir sem hoppa til og skrá sig hið fyrsta á ladder, en einhvernveginn spila aldrei… Eins og fólk haldi að það sé bara nóg að skrá sig.<br>
Tilgangurinn með þessu upphaflega var sá að leyfa fólki að hafa eithvað að gera svona á milli Skjálftamóta, og á meðan <a href=”http://www.hugi.is/thursinn">Thursinn</a> er í pásu, en það er alls ekki þess virði að standa í þessu ef fólk bara skráir sig og fer!<br>
Ég spyr því hvað fólki finnst almennt um þetta, hvort fólki sé almennt svona sama um það sem við sem nennum, reynum að gera fyrir það.<br>
Ég allavegna vona að þetta sé bara forsmekkurinn og að hlutirnir fari að lagast héðan í frá…<p>
Og ekki bara segja að það sukki að hafa bara 1on1 og 2on2 laddera, við getum sett upp CTF og DMTP og nánast allt sem menn geta hugsað sér, en eins og er þá er ég ekki að sjá tilgang með því….<br>
Hvað finnst fólki?