Undanfarnar vikur hefur mikið á mér dunið varðandi altnick, og þá sér í lagi í tengslum við 1on1. Duel er langpersónulegasta form spilunar, og þeir sem það spila af alvöru vita hve alvarlega kúnstin er á tíðum tekin. Vissulega er óþolandi að hefja leik við óþekkt nafn, leyfa sér því að taka hlutunum rólega; prófa varasöm stökk, gera tilraunir með vopnaval, level-control o.s.frv, til þess eins að fá þá köldu vatnsgusu framan í sig að mótherjinn er alls ekki byrjandi, heldur þrautreyndur duelisti.

Möguleg lausn yrði 1on1 server sem altnikkurum yrði ekki leyft að tengjast. Eftir að íhuga mjög gaumgæfilega hvort siðlegt, skynsamlegt og tæknilega mögulegt sé að koma upp slíkum server hef ég nú komist að niðurstöðu. Fyrst nokkur rök/staðreyndir:

-Aðeins skráðir fengju að tengjast servernum (með lykilorði)
-Ég er _mikið_ spurður um téðan no-altnick server
-Almennt skiptir Skjálfti sér ekkert af nöfnum leikmanna…
-…enda yrði þetta EINN server af 5-6
-Serverinn yrði tilraun sem félli um sjálfa sig án réttra undirtekta

Glöggir lesendur ættu að hafa áttað sig á hvert stefnir; ég hef unnið mína undirbúningsvinnu, og Rhea (höfundur OSP) hefur bætt nauðsynlegum fídusum í 0.99f til að serverinn megi verða að veruleika. Serverinn kemur upp (tilraun) á allra næstu dögum og geta áhugasamir pantað ‘leyfi’ til að nota þjóninn með <a href=“mailto:quake3@simnet.is?subject=altnick”>tölvupósti</a>. Í bréfinu skal tiltaka “nick” og ósk um lykilorð, en ég skrái aðeins _fyrstu 10-20 nöfnin_ í þessari tilraun, og verður serverinn keyrður á þeim í nokkra daga til reynslu.

ps. Ekki yrði ég hissa þótt þetta verði umdeild ákvörðun, en ég hef lagt umtalsverða vinnu í þetta verkefni og mín mótíf eru eingöngu hagsmunir og ánægja notenda Skjálfta. Gefið þessu endilega tækifæri og látið ykkar álit í ljós með að tjá ykkur um þessa grein!

Bestu kveðjur,
Smegma