Ég er skjálfta-aðdáandi en vandinn er að ég hef ekki ADSL eða einhverja góða tengingu til að spila á Skjálfta-serverunum. Ég leita þess vegna inn að skrá mig á mótin. Vandinn við það er að þeir á skjalfti.simnet.is uppfæra næstum því aldrei síðuna og ég er byrjaður að hætta að fara þangað út af því. Ég veit þá aldrei hvenær mótin eru nema að sjá auglýsinguna í Mogganum en það er bara fyrir áhorfendur. Síðan að þegar ég fór á skjálfta í mitt fyrsta og eina skipti þá sögðu kallarnir að það kostaði 2000 kall inná en ég sá það aldrei á heimasíðunni þeirra. Þeir ættu að laga þetta og setja það hjá umsókninni að það kosti 2000 kall að keppa eða setja þetta á stað sem auðvelt er fyrir alla að sjá.