Guð minn almáttugur. Þeir sem fylgjast eitthvað með því hvað er að gerast í quake úti í hinum stóra heimi vita vafalítið af afar óskemmtilegu atviki sem átti sér stað í (og eftir) úrslitaleik milli QuadArena Allstars og Clan 9 á Battletop í London um helgina. Fyrri úrslitaleikurinn var spilaður á DM6TMP, og vann 9 þann leik nokkuð fyrirhafnarlítið. Annar leikurinn fór fram á DM7. Á þessu móti höfðu allir liðaleikirnir (af einhverri óskiljanlegri ástæðu) verið fimmtán mínútur, en úrslitaleikurinn á DM6 20 mínútur. Það var því eðlilegt að ætla að leikur númer tvö (síðasti ef 9 ynni) yrði það líka. QuadArena Allstars (nýstofnað clan LakermaN og félaga) tók snemma forystu í DM7 leiknum, og héldu henni meira eða minna fram á 10 mínútu, þegar 9 náði að minnka muninn og komast ögn yfir (munurinn var aldrei mikill). QuadArena Allstars voru með RA svæðið lengst af, og 9 héldu sig á RL/YA og því lítið að gerast í leiknum um tíma. Liðin skiptust eitthvað á fröggum, og hélst stöðugur nokkurra fragga munur lengi vel. Fyrir quadið á 14 mínútu var staðan 81-79 9 í vil. QuadArena Allstars voru með RA svæðið, og þokkalega staddir. Tveir þeirra voru með 100 í armor, og allir með annað hvort RL eða PG. Þeir höfðu því fulla ástæðu til að vera bjartsýnir þegar þeir tóku quadið án mótspyrnu frá 9, og voru í þann mund að fara að ganga í duglega í skrokk á þeim þegar 9 liðsmenn segja (um leið og “Five minute warning” heyist) gg og hætta að spila. QuadArena Allstars voru að vonum ansi hissa á þessu athæfi, og meira að segja LakermaN með quadið fór í console til að segja 9 að láta ekki svona og halda áfram með leikinn. Þá segja 9 menn, að það hafi verið ákveðið fyrir leikinn að hann yrði aðeins fimmtán mínútur (en þó var timelimit 20 á servernum). 9 menn héldu því fram að þetta hefði verið tilkynnt fyrir leikinn, og þetta ættu allir að vita. QuadArena Allstars urðu að vonum reiðir, þar sem láðst hafði að segja þeim frá þessari smávægilegu (!!) breytingu, og upphófst mikið rifrildi. Það endaði með því að Battletop sarfsmenn úrskurðuðu að leikurinn hefði vissulega verið búinn eftir fimmtán mínútur, og þar með væru 9 sigurvegararnir. Battletop menn héldu því enn fremur fram að þeir hefðu látið QuadArena Allstars vita af þessari breytingu (þó þeir kynnu augljóslega ekki að breyta timelimit á servernum). Þar stendur orð gegn orði, en það er nokkuð ljóst hverjum er trúandi þegar maður horfir á þetta <a href="http://www.xsreality.com/download.pl?demo_id=2234">demó</a> af leiknum. Eftir stendur að QuadArena Allstars urðu af fyrsta sætinu (þeir hefðu þurft að vinna þennan leik, eins og allt stefndi í, og næsta) og umalsverðum fjármunum þar með. Maður spyr sig hvers vegna leikurinn var ekki einfaldlega endurtekinn, en það sögðu Battletop menn ómögulegt vegna tímaskorts (engu að síður hélt einstaklingskeppni áfram í um eina klst. eftir að þetta átti sér stað, þannig að það er ekki ljóst hvar þessi tímaskortur er). Afleitur endir á afleitu móti.

P.S.
Vona að linkurinn minn virki =)