Hið ótrúlega hefur gerst. Clanbase hefur tilkynnt að Q3DM6TMP verði notað í Eurocup 2 keppninni sem hefst 25. september n.k. Satans Kanarnir hafa spilað þetta alveg síðan Abuse (sem á sök á þessu) gaf út TMP pakkann. Evrópumenn, sem eru mun greindari en Kanarnir, hafa hins vegar haldið sér við upprunalegu útgáfu DM6, alveg fram að þessu. Eurocup er eins og kunnugt er stærsta liðamót í Evrópu, og því má fastlega búast við því að Q3DM6TMP sé komið til að vera. Slæmar fréttir fyrir fólk eins og mig sem hefur haldið uppá Q3DM6 original. Ég hvet Íslendinga til að berjast gegn þessari þróun (þó að þau clön sem spila í Eurocup íslensk þurfi skiljanlega að æfa tmp útgáfuna) og halda áfram að spila upprunalegu útgáfuna, en ég er ekki ýkja bjartsýnn á að það takist :(
Þeir sem vilja lesa meira um Eurocup ættu svo að lokum að kíkja á http://www.clanbase.com/news_league.php?lid=316