Ég var að keppa í Action Quake um helgina á Skjálfta 3 og það var talað um það að það væri hægt að nota botta á Skjálfta serverum (það hefur nú einnig verið mikið talað um það síðustu vikur). Ég fór að leita mér að tólum sem eiga að geta komist að því ef það er verið að nota botta og tekið viðeigandi aðgerðir og einnig að kynna mér þetta mál betur. Ég heirði hann Merlin tala um <a href="http://www.planetquake.com/q2admin/“>Q2Admin</a>, þannig að ég fór og náði mér í hann. Svo fór ég að leita meira á netinu og fann góða síðu sem nefnist <a href=”http://www.zeroping.com/admincentral/“>Admin Central</a> og eru þeir með fullt af tólum til að sjá um servera og einnig með nokkrar athyglisverðar greinar og viðtöl.<br>Ég fann viðtal við Killerbee, en hann er sá sem bjó til Q2Admin tólið og er hann spurður út í botta notkun og margt fleirra. Hægt er að nálgast greinina <a href=”http://zeroping.com/admincentral/interviewkiller.cfm">hér</a>.<br>Einnig fann ég mjög gott viðtal (ef það er hægt að kalla það viðtal en þetta er sett á síðuna sem grein) þar sem Dekard (sá sem gerði síðuna Admin Central og er einnig serveradmin) skiptist á pósti við syx66 (hann bjó til z-bot) og skiptast þeir á skoðunum um hvort það ætti að vera að búa til botta eða ekki. Einnig minnist syx66 á það að ID leikjaframleiðandinn séu ekki nógu duglegir að búa til patch til að laga kóðan sem hann er að notfæra sér til að búa til botta en hann segir að það taki svona u.þ.b. einn dag að laga þetta sem hann er að gera.