Skjálfta 3 | 2000 er nú lokið. Mótið tókst að mati undirritaðs afbragðsvel, og er ástæða til að þakka öllum sem komu að framkvæmd þess og undirbúningi; Fluffster, Bandi,Aquatopia, Agustkr, JReykdal, Retrofire, Björnjúl, Anakin, Klumhru, Roland, Tan-gYl, Ign, Merlin, Flame, MrSmith, Blindur og ScOpE skulu þar sérstaklega nefndir. Sveigjanleiki Steina, Binna, Guðmanns og Nathans (da Simnet crew) gerði okkur kleift að vinna okkar vinnu óhindrað, og áhyggjulaust. Án ötuls starfs þessara aðila hefði mótið aldrei gengið jafnvel og raun bar vitni. Tímaáætlanir stóðust 101%, og framkvæmdin var hnökralaus.

<a href="http://www.hp.is“>Opnum kerfum</a> kunnum við bestu þakkir fyrir frábært samstarf; vélarnar stóðu sig vægast sagt frábærlega, og netbúnaðurinn var eins og best verður á kosið. Verðlaunin frá <a href=”http://www.aco.is“>Aco</a> voru ekki af lakara taginu, og fá þeir sannarlega fjöður í hattinn.

Greiðið endilega atkvæði í skoðanakönnuninni, og látið álit ykkar í ljós með að tjá ykkur um þessa grein. Frekari ”rönt“ og/eða athugasemdir er velkomið að senda <a href=”mailto:quake3@simnet.is?subject=S3">hingað</a>.


Bestu kveðjur,
Eyjólfur Garðarsson
a.k.a. MurK-Smegma