Quake2 Done Quick2 Ég hugsa að Quake Done Quick hafi að mestu leyti farið framhjá Íslendingum, eins og margt gamalt og gott sem átti sér stað á dögum Quake og Quake 2. <a href="http://www.planetquake.com/qdq“ target=”new“>Quake Done Quick</a> er project sem gengur út á að klára Quake single player missions á eins skömmum tíma og auðið er. Ekki er hugsað út í leyniherbergi, dráp eða slíkt - einungis að klára eins hratt og mögulegt er.

Fagurfræðileg sjónarmið ráða mestu um umgjörð og vinnslu QDQ, svo bunnyhopping er ekki notað í Q2 útgáfunni (auk þess sem hraði bunnyhops fer að nokkru leyti eftir framerate); einangruð trickjump eru eðlileg undantekning. ÖLLUM öðrum brögðum er hins vegar beitt - handgrenade jumps eru tíð, og double/cratejump notuð af gríðarlegri leikni.

Q2DQ2 má fina <a href=”http://www.hugi.is/files/games/quake2/stuff/q2dq2_full.zip“>hér</a>. Leiðbeiningar:

1. Búið til möppuna ”q2dq2“ undir Quake 2 möppunni ykkar, og unzippið þangað
2. Ræsið Quake 2 (3.20), og skrifið ”set game q2dq2“ í console.
3. Valmyndin skýrir afganginn

Þetta er virkilega impressive, mæli með að horfa á þetta í góðum gír yfir öllara. :)

<a href=”http://www.planetquake.com/sda/“ target=”new">Speed Demos Archive</a> snýst svo um ýmsar sérhæfðari hraðaþrautir, og einnig heildarspeedruns í Quake 1 (SP). Enn þann dag í dag er stór hópur geggjara að leggja stund á þessa iðju, og margt áhugavert að finna úr smiðju þeirra.