Jæja góðir hálsar - Clan Arena hefur verið eina skothelda kjölfestan í on-line spilun hér á landi síðasta árið eða svo, þótt 1v1 hafi ætíð verið vinsælt. Reyndar er TDM að styrkjast, sem er bara hið besta mál.

Menn eru augljóslega (og skiljanlega) orðnir heldur þreyttir á dm6 - dm6 er auðvitað þvílíkt snilldarkort, en öllu má nú ofgera :)

Ég væri til í að breyta kortamálunum, eða jafnvel að setja upp server með rotation og no map voting á Skjálfta 7. Kortin sem helst koma til greina eru cpm2, Razors Edge, 1-2 DruZlakort, fr3dm1 og bal3dm3.

Látið nú í ykkur heyra! Hvaða kort vilduði helst fá aftur í gagnið? Mættu þau vera rotated? Væru þeir sem leiðastir eru orðnir á DM6 til í að spila á CA server #2 með forced rotation (sem hægt væri að breyta hvenær sem er fái menn leið á einu korti).

Ég ákveð þetta ekki fyrir ykkur, en rek þjónana til að endurspegla vilja samfélagsins. Hafirðu skoðun á málinu skaltu láta rödd þína heyrast :)