Jæja, þá er Skjálfti 3|00 alveg að bresta á, aðeins einn dagur eftir. Þetta er stærsta leikjamót sem haldið hefur verið á Íslandi, og flokkast einnig undir að vera nokkuð stórt á heimsmsmælikvarða og tækjabúnaðurinn sem kemur frá <a href="http://www.hp.is“>Opnum Kerfum</a> er einnig stórglæsilegur. Hérna er stutt lýsing á honum.

Netþjónarnir eru 14 talsins af gerðinni <a href=”http://netserver.hp.com/netserver/products/highlights_lpr.asp“>Hewlett Packard NetServer LPr</a>, með Pentium III 600MHz, 192MB í minni og 9.1GB Ultra Wide2 SCSI diskum.

Netþjónarnir koma í 2 <a href=”http://www.hp.com/enclosures/p_erack.html“>skápum</a> af E gerð frá Hewlett Packard.

Master Switch er af gerðinni <a href=”http://www.cisco.com/warp/public/cc/pd/si/casi/ca3500xl/index.shtml“>Cisco Catalyst 3500XL</a> og er hann með 48 10/100mbps portum og tveimur Gígabita Ethernet portum.

Svo eru 17 <a href=”http://www.cisco.com/warp/public/cc/pd/si/casi/ca1900/index.shtml">Cisco Catalyst 1900</a> switchar fyrir staðarnetið, hver með 24 10mbps portum og tveimur 100mbps uplink portum.

Svo má einnig nefna áhorfendaaðstöðuna sem verður með 2 myndvörpum til að geta sýnt samtímis frá bæði Quake og Half-Life.

Þá er það bara að gera sig klára fyrir heila helgi af fjöri í góðum félagsskap á besta leikjamóti allra tíma á Íslandi.
JReykdal