Í ljósi þess að <a href="http://www.asus.com.tw“>Asus</a> eru enn á ný að viðra þær hugmyndir sínar að bjóða upp á drivera fyrir kortin sín sem bjóða upp á ”sjáígegnumveggi“ og wireframe svindl og fleira í þeim dúr þá hafa sprottið upp mótmæli víðsvegar um netið.
Asus eru reyndar sjálfir með skoðannakönnun í gangi <a href=”http://www.asus.com.tw/products/seethrough_1.asp#vote“>hérna</a> sem ég hvet alla til að fara á og kjósa feitt <b>NEI</b>, sem og kíkja <a href=”http://www.petitiononline.com/badasus/petition.html">hingað</a> og skrifa undir þetta mótmælabréf sem sendist beint til Asus.

Ég vona innilega að við sem mönnum leikjaheiminn hérna heima sjáum hversu vitlaust og ömurlegt þetta er af þeim að svo mikið sem hugsa um að bjóða upp á þetta og sjáum sóma okkar í að mótmæla þessu, og ef af þessu verður að sleppa þá að versla vörur frá Asus í framtíðinni.