Skráningu (einstaklings- og liðsskráningu) lýkur kl. 12:00 á morgun, föstudag.

Þeir sem ekki hyggjast mæta eða komast ekki af einhverjum orsökum skulu afskrá sig með að senda póst <a href=“mailto:kristjon@skima.is”>hingað</a> fyrir klukkan 18:00 í dag. Sem fyrr er nauðsynlegt að afboða þátttöku ef menn komast ekki; þeir sem mæta ekki án afskráningar fá ekki að skrá sig á Skjálftamót framvegis. Komi eitthvað upp á eftir að fresturinn rennur út ber samt að láta okkur vita. ATHUGIÐ AÐ EKKI ER NÓG AÐ SKRÁ SIG ÚR ÖLLUM GREINUM Á SKRÁNINGARSÍÐU; senda verður fyrrnefdan póst.

Allir einstaklingar í liðum þurfa að vera skráðir til þáttöku á mótið, og skulu réttar kennitölur liggja í hverju “slotti”. Þeir sem ekki eru skráðir með réttar kennitölur bæti úr því <a href="http://www.hugi.is/skraning“>hér</a>. Sértu ekki viss um hvaða kennitölu þú ert skráð(ur) með, skaltu senda póst á <a href=”mailto:kristjon@skima.is">Kristjón</a>.

Hægt verður að breyta skráningu einstaklinga og liða þar til riðlar verða birtir hér. Eftir það verður ekki hægt að hrófla við liðum, og skulu þau spila óbreytt. Breytt lið fá ekki að spila án leyfis frá p1mpum, og þurfa góðar ástæður að koma til.

F.h. Skjálfta,
Smegma