Síðustu helgi fór fram XSI2 mótið, liða- og duelkeppni milli sterkustu manna Norður Ameríku og Evrópu. Reyndar komust tveir firnasterkir Kanar ekki, þeir czm og ZeRo4.

Eftirfarandi leikmenn spiluðu:

EU:
-UNR-Blokey (England)
-UNR-Luke (Skotland)
All*LakermaN (Svíþjóð)
All*DOOMer (Svíþjóð)
All*Blue (Svíþjóð)
Polosatiy (Rússland)
aNc-stelam (Þýskaland)
aNc-Slinger (Þýskaland)

Norður Ameríka:
cK-fatal1ty (USA)
Revenant (USA)
Pureluck (USA)
Wombat (USA)
Vise (USA)
c3 (USA)
Socrates (USA)
cK-Insano (Kanada)


Mótsins var beðið með mililli eftirvæntingu, enda Evrópumenn, og þá einkum Skandinavar, þess fullvissir að evrópsk Quake menning væri nú u.þ.b. á hátindi sínum. Mótsfyrirkomumlagið var nokkuð svipað Ryder-bikarnum (keppni sem USA og EU há annað hvert ár í golfi); allir átta spilarar EU spiluðu við alla átta frá Norður Ameríku, og loks voru spilaðir þrír TDM leikir. Stigagjöfin var þannig sett upp að “sweep” í TDM (sigur í öllum leikjum) gæti naumlega vegið upp afhroð í 1v1.

Skemmst er frá því að segja að EU leikmönnunum vegnaði mjög vel í 1on1 - Lakerman sigraði í öllum sínum leikjum, og margir aðrir komu á óvart. Fatal1ty tapaði þremur leikjum, en var ásamt wombat eini USA/NA leikmaðurinn í plús eftir 1on1.

Team leikirnir voru nokkuð góðir, en hefðu eflaust orðið betri hefðu czm og ZeRo4 getað mætt. Lakerman kom mjög sterkur inn, en margir sáu hann bara fyrir sér sem 1v1-maskínu. Eins og við var að búast voru Stelam, Sl1nger og Polo sterkir, og blue skilaði sínu þótt hann hafi ekki verið í sínu besta formi. USA liðið náði sér aldrei virkilega á strik, en marði þó sigur á dm7. Evrópuliðið vann dm6 og dm14 leikina, og tryggði þannig frekar sannfærandi sigur Evrópumanna.

Mikið af góðum demoum er í boði eftir mótið, en þau er öll að finna [ <a href="http://www.hugi.is/files/games/quake3/demos/xsi2" target="new">hér</a> ] (local í boði Huga). Mæli ég einkum með stelam vs fat á tourney2, og flotta takta má finna í flestum Lakerman demounum (team og 1v1).

Þrátt fyrir frekar hraða keyrslu, fjarveru czm og ZeRo4, og skort á live-coverage/GTV var mótið hið skemmtilegasta, en leið þó fullhratt hjá. Eftir lifa þó demoin, og ég hvet sem flesta til að kíkja á þau.

ps. ef þú sérð ekki módelin í demos/GTV þarftu að sækja þér <a href="http://www.hugi.is/files/games/quake3/osp/099t/“>OSP 0.99T client skrárnar</a> (.pk3), og setja í osp möppuna. <a href=”http://www.geekboys.org/geekplay/">Geekplay</a> tryggir svo í flestum tilvikum að restin verði hnökralaus (double-click úr Windows spilar 1.17/1.27 demo, hvaða gametype/mod sem er).