Jahm, ég fór að velta því fyrir mér. Þessi leikur er ekki það newbie friendly að fáir nýjir spilarar eiga einhvern rosalega séns á að komast inní leikinn. Einnig hefur maður heyrt að vel flest clönin séu að missa áhugan. Flest clön eru að spila lítin sem engan quake, og ekki nema einstaka spilarar í einstaka clönum sem eru að spila. Það er eins og allt loft sé farið úr kveikurunum. Þrátt fyrir einstaklega glæsilegt mót sem seinasti skjalfti var, með spennandi leikjum og margir hlutir sem komu á óvart. Jafnvel Cpl fararnir okkar eru að spila frekar lítið.

Thurs2k lokalanið sem mér var sagt að yrði næstu helgi, hefur ekki verið auglýst. Og ice frestaði sínu lani útaf því. Thurs2k hefur dáið eftir skjalfta. Við í thc höfum spilað eina umferð og fengið forfeit útur hinum 3. Ég hef ekki spilað einn leik í duel thursinum vegna þess að þeir eru hættir online eða hættir að spila q3. Og allt er eftir því. Einnig eru margir kveikarar að tala um að hætta í q3 fyrir ýmsa aðra leiki, svo sem aq, cs, b&w og svo hugsanlega tribes 2 þegar hann kemur.

En þrátt fyrir þetta er verið að spila q3 á fullu á serverum. Ca er svo til alltaf fullt, og sjaldan svo að maður finni ekki einhverja á duel serverunum. Því spyr ég, er q3 að deyja út, eða eru bara að verða kynslóða skipti á spilurum… ?