Á Skjalfti7.simnet.is:27960 er Rocket Arena 3 nú búið að leysa gamla instagib þjóninn af hólmi. Serverinn tekur 18 leikmenn, sem ætti að vera nóg til að keyra gott blast í pickup-arena, ásamt fámennari viðureignum í hinum.

Skrárnar eru hér:

[ <a href="http://www.hugi.is/files/games/quake3/mods/ra3/ra315cl.EXE">Win32 client</a> ] 89.2 MB
[ <a href="http://www.hugi.is/files/games/quake3/mods/ra3/ra315cl_linuxmac.zip">Linux/Mac client</a> ] 78.4 MB
[ <a href="http://www.hugi.is/files/games/quake3/mods/ra3/ra315clup.EXE">Uppfærsla fyrir eldri útgáfur</a> ] 49.5 MB
[ <a href="http://www.hugi.is/files/games/quake3/mods/ra3/ra315sv.zip">Win32/Linux Server</a> ] 0.4 MB


Flestir ættu að sækja 90 MB skrána, en þeir eru eru með útgáfu 1.4 fyrir geta sparað sér 40 MB download, og sótt þess í stað uppfærsluna.

Undirritaður er búinn að taka í gripinn, og meðal nýju borðanna er að finna ágætis mola. Til að tryggja að enginn fari á mis við moddið er vísara að láta smá leiðbeiningar fylgja:

- Í hverju RA3 mappi eru nokkur arena. Öll nema neðsta henta vel í 1v1/2v2 pickups, þar sem oftar en ekki eru fleiri lið en tvö. Winner stays! :)
- Síðasta arena hvers borðs er “pickup” arena, en þar má finna tiltölulega svipað gameplay og menn eru vanir úr Clan Arena.
- IRC clientinn er lipur, en festir userid í “ra3user”, svo best er að nota þetta á leikjanetunum (EnterTheGame eða QuakeNet).

Ég mæli eindregið með 3-4 liða 1v1/2v2 rotation á smærri kortunum - stórskemmtilegt. Þetta er annars ekkert heilagur texti, þið finnið leið til að skemmta ykkur í þessu :)

Kveðja,
Jolli