Útgáfa 1.5 af Rocket Arena 3, hinu vinsæla Quake 3 moddi, leit dagsins ljós í fyrradag. Endurbæturnar eru gagngerar, svo útgáfan er ekki samhæfð 1.4, eða eldri útgáfum.

Nýjungar og endurbætur eru sem hér segir:

- Fimm ný multi-arena kort
- Clientinn gengur nú á Mac
- Hin nýja “enemy_model” breyta gerir kleift að velja módel á óvinaliðið
- spawn-tengdir böggar ættu nú að vera úr sögunni
- hægt er að velja map með /callvote
- Stórbættir loggar. IP-tölur & nöfn leikmanna loggast nú, til hægðarauka fyrir admina
- vörn gegn callvote-spammi
- nýir tölfræðifítusar (hittni/skotnýting aðallega)
- svindl- og bottavarnir stórbættar
- innbyggður irc-client
- MP3 spilari virkar nú sem skyldi með 1.27
- Demo-upptaka löguð með 1.27
- gengur á pure-server

Sem sjá má er þetta massífur listi, og er ekki við öðru að búast en að íslenskir spilarar taki 1.5 með fögnuði. Moddið er nokkuð stórt; uppfærsla úr 1.4 er 50 MB, og full útgáfa 90 MB, svo Hugi mun bjóða upp á innlenda speglun þegar þar að kemur. Watch out CA, here I come! :)