Kortaval fyrir Skjálfta 3 | 3000 er nú á lokastigi.

Í CTF eru wctf1, 2 og 3 nokkuð örugg inni. Ýmsir CTF-spilarar hafa bent mér á onnur kort, en hvergi nærri hefur náðst samstaða um neitt kort, svo ólíklegt má telja að fleiri verði fyrir valinu að þessu sinni.

DMTP: dm6 (óbreytt), dm7 (tmp) og dm14 (tmp). Afar ólíklegt að þetta breytist að sinni.

1on1: q3tourney4, jdm8a og q3dm13 eru nokkuð örugg. Spurning er svo hvort stuðst verður við fjögurra korta kerfi, en þá koma q3tourney2 og q3dm6 (tmp) sterkust inn.

AQTP: gamli kjarninn verður að öllum líkindum inni; urban, urban3, teamjungle, jungle1. Spurning er svo með vel þekkt kort á borð við actcity2 og jafnvel murder.

Tillögur frá leikmönnum eru ávallt vel þegnar. Sendið endilega rökstuddar tillögur á quake3@simnet.is, eða notið korkana. Til þess eru þeir.

F.h. Skjálfta,
Smegma