Væri ekki ráð að setja lágmarksfjölda orða á ‘greinarnar’ hérna, eða eitthvað í þá áttina? Ég hef fyrir mitt leyti ekki séð mikið um greinar hér. Yfirleitt eru þetta fréttabútar stolnir af öðrum quake fréttasíðum (nóg af þeim annarstaðar) eða þá eru þetta stuttar yfirlýsingar eða spurningar sem ættu frekar heima á korkum, þar sem hægt er að svara þeim.
Margar quake tengdar síður starfrækja dálka, þar sem höfundar dálkanna tjá skoðanir sínar og viðhorf. Þessir dálkar eru auðvitað misjafnir, og snúast oftar en ekki um eitthvað allt annað en quake, en eru þó góð viðbót við quake fréttaflutning o.þ.h. sem svona síður sérhæfa sig í. Hér á huga.is væri tækifæri fyrir notendur til að skrifa greinar um quake tengd málefni og skiptast þannig á skoðunum og upplýsingum líkt og gert er í tímaritum, dagblöðum og vefsíðum um allan heim. Það er nóg til af heimsíðum nú þegar þar sem tölvufréttir eru tuggnar hvað eftir annað, og hér á huga.is er þegar starfræktur korkur þar sem hægt er að koma á framfæri stuttum skilaboðum til annara notenda. Notum greinarplássið skynsamlega og skrifum eitthvað af viti.