Varðandi fyrirkomulagshugleiðingu sem Fluffster kom með fyrir skömmu langar mig að sýna fram á dæmi sem ætti að benda til þess að fyrirkomulag sem slíkt sem Fluffster sýnir fram á er frekar óhagstætt.

Rök:
Í gangi er leikur sem þú ert að spila og liðið sem er á móti þér leiðir 2-1(rounds) og það eru 3 mín eftir af venjulegum leiktíma. Það er búið að fragga 4 af 5 mönnum liðsins sem leiðir og þ.a.l. aðeins einn eftir. Gefum okkur að þessi leikur fari fram á urban, þetta mun gera það að verkum að viðkomandi mun fela sig t.d. upp á efsta þakinu og miða á stigann þangað til að tíminn rennur út því ekkert roundtimelimit er um að ræða.

Varðandi fyrirkomulag síðasta móts þá tel ég það hentugra þótt það leiði til camps en sjá má glögglega að nýja fyrirkomulagstillagan er einnig mjög góð leið á camp og leiðinlega leiki.

Mín tillaga að fyrirkomulagi næsta móts er sú að í stað þess að lið hafa verið að vinna á damage þá mun það ekki verða hægt og aðeins það lið sem heldur eftir fleiri spilandi leikmönnum í lok hvers “rounds” fær stig. Þetta gerir það að verkum að leikurinn verður hraðari ef um roundtimelimit er að ræða.

Einnig kom upp sú hugmynd hjá kollegum mínum í PhD að hafa þetta eins og í Counterstrike þar sem aðeins eru spiluð 17 rounds og úrslitin ráðast af því hvort liðið hefur fleiri sigra.

Hvað finnst ykkur?

Hvorar tveggja leikaðferðanna styðja til camps en málið er að ég vil frekar lenda í campi í 3 mínútur heldur en í 20 mínútur. Held það gefi auga leið að ég fari með tiltölulega rétt mál að ræða.

ScOpE