CTF:
Fyrst er spilað í átta 4-5 liða riðlum. Í riðlunum spila allir við alla. Efstu 2 komast áfram inn í 16 liða tvöfalda útsláttarkeppni.

Kort: Q3wctf1, Q3wctf2, Q3wctf3

Nánar: Hvort lið hafnar einu korti og það sem eftir stendur skal spilað. Hafni liðin sama korti skal hlutkesti varpað um hvort þeirra tveggja sem eftir eru skal spilað).

Komi til síðari úrslitaleiks og liðin ná ekki samkomulagi um kort skal hlutkesti varpað milli þeirra tveggja sem ekki voru spiluð í fyrri viðureigninni.



1on1:
Byrjað er á riðlakeppni, og eru 4-5 leikmenn í hverjum riðli, en riðlarnir alls 32. Í riðlunum spila allir við alla. Efstu 2 komast áfram inn í 64 manna tvöfalda útsláttarkeppni.
Kort: Q3dm6(tmp), ztn3dm1, Q3tourney2, Q3tourney4

Nánar: Hvor leikmaður hafnar einu korti. Eftir standa tvö kort og skal nú hlutkesti varpað um hvort skal spilað. Hafni þeir sama korti skulu báðir hafna öðru korti; nú stendur aðeins eitt kort eftir, sem skal þá spilað (nema að báðir hafi hafnað sama korti, en náist ekki samkomulag skal hlutkesti varpað um hvort þeirra tveggja sem eftir eru er spilað).

Í úrslitaviðureign skal hvor leikmaður hafna einu korti, og sá sem tapað hefur leik velja hvort þeirra sem eftir standa skal spila fyrst. Beri sá sigur úr býtum skal hreinn úrslitaleikur fara fram á kortinu sem eftir stendur.



DMTP:
Keppni byrjar í átta 4-5 liða riðlum. Í riðlunum spila allir við alla. Efstu 2 komast áfram inn í 16 liða tvöfalda útsláttarkeppni.

Kort: Q3dm6(tmp), Q3dm7(tmp), Q3dm14(tmp), Cpm4

Nánar: Hvort lið hafnar einu korti. Eftir standa tvö kort og skal nú hlutkesti varpað um hvort skal spilað (nema að samkomulag náist). Hafni liðin sama korti skal leikurinn endurtekinn og bæði lið hafna öðru korti; nú stendur aðeins eitt kort eftir, sem skal þá spilað (nema að bæði lið hafi aftur hafnað sama korti, en náist ekki samkomulag skal hlutkesti varpað um hvort þeirra tveggja sem eftir eru skal spilað).

Í úrslitaviðureign skal hvort lið hafna einu korti (má ekki vera sama), og liðið sem tapað hefur leik velja hvort þeirra sem eftir standa skal spilast fyrst. Beri þeir sigur úr býtum skal hreinn úrslitaleikur fara fram á kortinu sem eftir stendur.


Kveðja,
Jolli