Búið er að ákveða þátttökurétt, seeda, draga og setja fram riðla fyrir komandi all-stars mót, Stjörnuskjálftai 2003. Riðlana má finna á <a href="http://skjalfti.simnet.is/allstars-2003“>skjalf ti.simnet.is/allstars-2003</a>.

Nánari upplýsingar um kort, fyrirkomulög keppnisgreina og fleira má finna <a href=”http://www.hugi.is/quake/bigboxes.php?box_id=63155“>hér</a>.

Við ákvörðun á þátttökurétti var stuðst við árangur á síðustu fjórum Skjálftamótum, og einkum farið neðar á listann á nýlegri mótum þegar sömu menn/lið skipuðu efstu sæti mót eftir mót. Stundum var ekki nóg að lesa í hráar tölur, og þurfti þá að meta ”afrek" og árangur tiltekinna leikmanna/liða. Sjái einhverjir sem hafa hlotið þátttökurétt sér ekki fært að mæta, er æskilegt að þeir tilkynni það strax til [M]Smegma (irc) eða með að senda tölvupóst á quake3 hjá skjálfti.is.

Í 1v1 er röðunin í bracket, í þessari röð: 1vs8, 3vs6, 4vs5, 2vs7. Í liðakeppnunum 1vs4 og 2vs3.

Dagskrá mótsins kemur upp á allra næstu dögum, en verður í grófum dráttum svona:

Föstudagur: q3 1v1 og wc3 tft 2v2
Laugardagur: q3 tdm og cs
Sunnudagur: q3 ctf og aqtp (ef af verður)

Í öllum Quake III Arena keppnunum verða viðureignir útkljáðar með besta árangri á þremur kortum (best of 3), sjá nánar í bigboxinu fyrir Stjörnuskjálftann. Mótið fer fram helgina 26.-28. september, og greiða allir 2500 króna mótsgjald (óháð leikjaáskrift og hvort viðkomandi hafi fengið þátttökurétt í all-stars keppninni).

ATH!!! 1v1 þátttakendur sem ekki taka þátt í neinni liðakeppni skulu velja “invite-clanleysa”, aðrir velji “invite-nafn_á_clani” þegar þeir skrá sig á <a href="http://www.skjalfti.is/skraning">www.skjalfti.is/skraning</a>.


Kveðja,
Smegma