Undanfarið hef ég verið að pæla í þessum breytingum sem JBravo hefur verið að gera með AQTP þjóna Skjálfta. Ekkert nema gott um þessar breytingar að segja nema þá hvað að mér hefur fundist lítið koma fram um hvaða breytingar séu gerðar. Vissulega hefur gerandinn fjallað um stærstu breytingarnar og vísað síðan á <a href=www.ra.is/AQ/servers/>heimasíðu sína</a> til að sýna enn fremur allar þær breytingar sem um ræður.

Hins vegar er mér spurn þar sem ég spila AQ nokkuð mikið og hef verið að gera undanfarin 2 og 1/2 árið að svo virðist sem stöðuleiki serversins breytist nokkuð með nýjum útgáfum sem inn koma. Til að mynda var 1.20 nokkuð stöðugur á sínum tíma sérstaklega áður en að 21, 22 og 23 komu. Hins vegar var eins og með auknum breytingum á venjulegu gameplay þá hafi komið inn í þetta aukið lagg vegna códabreytina og slíku. Ég veit í sjálfsögðu ekkert um hvort að það hafi eitthvað áhrif á serverinn sem slíkann enda er ég ekki að halda því fram að svoleiðis hafi haft áhrif “in the first place” en það væri ánægjulegt að fá útskýringu frá umsjónarmanni serversins hvort að hann hafi kynnst eða orðið var við mismunandi kvabb eftir breytingum.

Að auki langar mig að spyrja JBravo directly og ég held ennfremur að aðrir spilendur hafi verið að velta þessu fyrir sér. Getur verið að þær breytingar sem þú listar á síðunni þinni og fjallar um þar séu ekki ekki tæmandi? Ástæða þess að ég spyr er sú að eftir að 1.25 kom inn þá er hægt að gibba andstæðinginn ef hann er í loftinu eða sitjandi og skotinn er í haus.

Kannski hefur þér einfaldlega yfirsést að fjalla um þessa viðbót en frábært væri að sjá tæmandi lista yfir breytingar í framtíðinni ef við á.

Ein spurning á lokum: “Eykur ekki gibb lagg á serverinum?”

Með vinsemd og virðingu,
ScOpE