Ég veit ekki hvort þetta ætti að vera grein, en ég vil að sem flestir taki eftir þessu.

Málið er að kærastan mín hefur verið að prófa að spila quake seinustu vikuna. Hún hefur verið að spila smá CA og skemmtir sér yfirleitt ágætlega. Þetta er gjörsamlega nýreynsla fyrir hana og þar sem hún er mjög metnaðargjörn langar hana að verða ágætis spilari. Ég hef fylgst með henni og dáist að því hversu fljót hún virðist vera að koma sér inní þetta. Hún hefur þó enga reynslu af FPS (vissi reyndar ekki hvað quake var áður en hún kynntist mér) og oft er hún frekar týnd.

Það er hinsvegar mjög slæmur punktur á þessari saklausu skemmtun.
Það er þessi argasti dónaskapur og fyrirlitning sem reyndir spilarar sýna þeim sem eru að læra. Ég var sjálfur ekkert að taka eftir þessu fyrr en hún sagði “djöfull hlakka ég til þegar ég verð góð og get farið að rakka niður aðra eins og þeir eru að rakka mig niður”

Þessvegna vil ég biðja ykkur um að hugsa ykkar gang þegar þið sjáið spilara sem virðist ekki vera alltof sleipur. Þetta er umfram allt leikur. Ef stelpa gæti ekki svarað íþróttaspurningu í trivial pursuit á þá að banna henni að vera með? Sama skapi ef strákur vissi ekki muninn á glossi og varalit? Hefur hann þá engann rétt á að mála sig? ;)

Takið ykkur á og reynið að muna þá mannasiði sem einhver reyndi að kenna ykkur í æsku.

Með von um góðar undirtektir

f(meric)