Jæja, ég ákvað að reyna mig við það að spila Quake2 í linux með fína flotta TNT2 Ultra skjákortinu mínu, og svona gerði ég það.
<hr>
Nauðsynleg tól:
<a href=ftp://spegill.isnet.is/pub/redhat/>RedHat 7.0</a>
<a href=http://http://www.nvidia.com/Products/Drivers.nsf/Linux.html>NVidia driverar.</a>
<a href=ftp://ftp.cdrom.com/.2/idgames/idstuff/quake2/unix/quake2-3.20-glibc-6.i386.rpm>Pont-Release fyrir glibc kerfi</a>
<a href=http://staff.xmms.org/zinx/q2hack/>Patch til að fá leikinn í fullscreen</a>
<a href=ftp://spegill.isnet.is/.5/ftp.xfree.org/pub/XFree86/4.0.2/binaries/Linux-ix86-glibc22/>XFree 4.0.2 pakkar</a>
<hr>

Ég geri ráð fyrir að byrjað sé með virkandiúppsetningu af RedHat 7.0, og búið sé að setja inn allar uppfærslur af <a href=ftp://spegill.isnet.is/pub/redhat/updates/7.0/i386>ftp://spegill.isnet.is/pub/redhat/updates/7.0/i386</a>. Það sem ég byrjaði á var að uppfæra XFree. Farið er á þann stað þar sem þú náðir í XFree og keyrt ./Xinstall.sh (Ef það vill ekki keyrast má reyna að keyra chmod 755 Xinstall.sh áður), og öllum spurningum svarað á vitrænan hátt. Annað skref er að setja inn NVidia driverana. Ég geri ráð fyrir að náð hafi verið í .rpm skrár með þeim, og þá þarf bara að keyra rpm -Ivh * í möppunni sem þeir voru geymdir í. Síðan þarf að breyta XF86Config-4, vi /etc/X11/XF86Config-4, finnur línu sem inniheldur “nv” og breytir henni í “nvidia”, vistar svo skjalið og hættir. Eftir þetta áttu að vera kominn með XFree 4.0.2 keyrandi með “fullan” 2d/3d stuðning. Þá er bara að snúa sér að Q2. Ég myndi byrja á því að ná í Q2 geisladiskinn þinn og afrita skrárnar sem eru settar inn í windows útgáfunni, og setja þær í /usr/local/games/quake2 (þó má sleppa öllum .exe og .dll skrám). Þvínæst er farið þangað sem 3.20 PR er geymt og keyrt “rpm -Ivh –nodeps quake2-3.20-glibc-6.i386.rpm”, sem setur linux skrárnar inn í /usr/local/games/quake2. En þar sem linux útgáfan af q2 er frekar 3dfx “centric”, þá er gert ráð fyrir því að þú notir mesa opengl útfærsluna, en þar sem NVidia notar það ekki þá þurfum við að breyta því. “rm /usr/local/games/quake2/libGL.so” ætti að redda því. Núna ertu kominn með virkandi uppsetningu á Quake2, að öllu leiti örðu en því að það býður ekki upp á fullscreen ( getur prófað það með því að opna terminal glugga í X og skrifa “cd /usr/local/games/quake2/;./quake2 +set vid_ref glx +set gl_driver libGL.so”, síðan þarf að skrifa í console _windowedmouse til að quake2 grípi músina frá X ). Til að laga það afpökkum við q2hack með tar -xzf q2hack*, förum svo inn í möppuna sem það býr til og skrifum make;make install. Eftir það nægir að ræsa Quake2 með því að skrifa ./q2 í /usr/local/games/quake2. Ef að leikurinn er ekki í fullscreen, þá þarf annaðhvort að hækka upplausnina í Quake2 þannig að hún sé jöfn eða stærri desktop upplausn, eða að breyta desktop upplausn í /etc/X11/XF86Config-4 þannig að hún sé jöfn þeirri sem þú spilar Quake2 í. Einnig að ef að lyklaborðið er eitthvað furðulegt, þá gæti það verið sökum þess að Xfree sé stillt til að nota IS takkauppsetningu. Við það breytast táknin sem að takkarnir gefa frá sér, og hættir t.d. console að virka. Til að laga það má annaðhvort breyta í enskt lyklaborð, eða að lagfæra configinn í quake2 þannig að takkarnir séu rétt bundnir, og binda einhvern ónotaðan takka við toggleconsole (þarf svo að skrifa aftur toggleconsole til að komast úr console og í leikinn aftur).


Jæja, þetta ætti að duga. Ef einhver kemur auga á eitthvað sem vantar eða ég fer vitlaust með, þá er endilega bara að setja það í álit :)

H0ddi