Leikmenn góðir… ég vissi að það væri svindlað á skjálftaþjónunum en ég hafði ekki hugmynd um hversu mikið það var orðið.

Svindlarar aumir… Ég ætla mér að ná ykkur.

Meðal aðgerða sem ég ætla að grípa til er að finna einhverja leið til þess að fá serverinn til að neyða leikmenn til að nota ákveðinn quake2.exe (sem er þá svindl frír). Vinur minn úr RQ3 hópnum (NiceAss) hefur verið að vinna í Nocheat Q2 exe og hefur náð mjög góðum árangri. Ég ætla að leggja honum lið og við gerum eitthvað almennilegt úr þessu.

Nocheat er á http://www.bryceinc.com/index.php?main=NoCheat

Ykkur er alveg óhætt að byrja að uppfæra í þetta núna strax. Þetta verður bráðum mandatory.