Síðan ég skrifaði fyrstu greinina um Warez og #quake.is þá hafa sprottið fram hinir ýmsu spámenn með hinar og þessar “persónulegu” útskýringar á hvað er löglegt og hvað er ólöglegt í notkun hugbúnaðar.

Til að taka nokkur skýr dæmi um hvað má og hvað má ekki þá bendi ég á einn EULA sem flestir (ef ekki allir) sem stunda #quake.is eiga og geta flett upp í, nefnilega úr Quake 3.

Í köflum 3, 4 og 5 í þeim “Notendasáttmála” (EULA) er skýrt tekið fram hvað má og hvað má ekki gera við hugbúnaðinn (Quake 3).

Kafli 3 leyfir að gerðar séu “Nýjar útgáfur” (New Creations), eða það sem kallað er í daglegu tali MOD af leiknum. Þó innan ákveðinna marka sem tekin eru skýrt fram í kafla 3.

Kafli 4 gæti ekki verið skýrari og þarf nokkuð heimska einstaklinga (ef þeir skilja ensku það er að segja) til að misskilja þann hluta. Ég mun þýða hann hérna með upprunanlegu línunum. Mín orð (skýringar) innan hornklofa ([ ])

4. Prohibitions with Regard to Software. You, whether directly or indirectly, shall not do any of the following acts:

Hömlur á notkun á forriti þessu. Þú mátt ekki, beint eða óbeint framkvæma eftirtalna hluti:

a. rent the Software;
a. leigja út hugbúnaðinn; [vídeóleigur hafa t.d. samninga við rétthafa]

b. sell the Software;
b. selja hugbúnaðinn [þetta er notendaskilmáli, kemur söluaðilum (verslunum) ekki við].

c. lease or lend the Software;
c. leigja eða lána hugbúnaðinn. [lögformlega þýðingin á enska orðinu "lease" gæti verið önnur en "leiga" á íslensku, en nógu nálægt fyrir þetta dæmi].

d. offer the Software on a pay-per-play basis;
d. bjóða hugbúnaðinn á “greitt fyrir hverja spilun” kjörum [eins og t.d. spilakassar].

e. distribute the Software by any means, including, but not limited to, Internet or other electronic distribution, direct mail, retail, mail order or other means;
e. dreifa hugbúnaðinum á einhvern hátt, meðal annars, en ekki eingöngu, á Netinu eða eftir öðrum rafrænum leiðum, póstsölu, smásölu, póstkröfu eða á annan hátt.

f. in any other manner and through any medium whatsoever commercially exploit the Software or use the Software for any commercial purpose;
f. eða á nokkurn annan hátt í gegnum hvaða aðferð sem er hafa fjárhagslegan ávinning af hugbúnaðinum eða nota hugbúnaðinn á fjárhagslegan hátt [líklega þó ekki bannað að fá verðlaun fyrir að spila hann]

g. disassemble, reverse engineer, decompile, modify (except as permitted by section 3. hereinabove) or alter the Software;
g. taka í sundur, afturhanna, afkóða, bæta við (nema eins og leyft er í 3. kafla fyrir ofan) eða breyta hugbúnaðinum.

h. translate the Software;
h. þýða hugbúnaðinn [á önnur tungumál]

i. reproduce or copy the Software (except as permitted by section 5. herein below);
i. endurvinna eða afrita hugbúnaðinn (nema eins og leyft er í kafla 5 hér fyrri neðan)

j. publicly display the Software; or
j. birta hugbúnaðinn opinberlega; eða

k. prepare or develop derivative works based upon the Software.
k. undirbúa eða þróa afleidd verk byggð á hugbúnaðinum.

hluti g af kafla 4 bannar svo að notuð séu “cracks” á hugbúnaðinn því þau breyta honum án leyfis rétthafa.


5. kafli inniheldur svo upplýsingar um leyfilegar afritatökur af leiknum, en það er einmitt það sem margir misskilja illa.

5. Permitted Copying. You may make only the following copies of the Software: (i) you may copy the Software from the CD ROM which you purchase onto your computer hard drive; (ii) you may copy the Software from your computer hard drive into your computer RAM; and (iii) you may make one (1) “back up” or archival copy of the Software on one (1) hard disk.

5. Leyfileg afritun. Þú mátt einungis taka eftirfarandi afrit af hugbúnaðinum: (i) þú mátt afrita hugbúnaðinn af geisladisknum sem þú keyptir yfir á harða diskinn (installa); (ii) þú mátt afrita hugbúnaðinn af harða disknum yfir í minni tölvunnar; og (iii) þú mátt taka eitt (1) “öryggisafrit” eða geymsluafrit af hugbúnaðinum á einn harðan disk [geisladiskar og spólur líklega innifalið]

Þannig að í stuttu máli bannar kafli 5. afritatökur umfram eitt öryggisafrit.


Jæja, nógu langt í bili lesið þetta og reynið að skilja :)
JReykdal