Jææææja, er ekki komið nóg af action quake spyrja sumir, og hafa fulla ástæðu til, leikurinn orðinn afar gamall og nýjum spilurum er farið að fækka allverulega. Þó svo að action quake sé nú án efa besti leikur sem ég hef spilað og hef haft mest gaman af í gegnum tíðina, þá held ég að maður þurfi að sætta sig við að hann eigi ekki mikið eftir, fáir á server yfirleitt og skjálftaliðum fer ört fækkandi.

En hvað á þá að taka við? Flestir old school action quake spilarar (þeir sem ég veit um a.m.k.) hafa nefnilega ekki getað fundið góðan staðgengil, þó svo margir hafi farið að idla í quake3 og sumir farið í cs.
Einfaldasta lausnin væri auðvitað að skipta yfir í “nýrri” útgáfu af action quake, þar sem noobarnir gætu skemmt sér (því þeir þurfa jú flestir örlítið betri grafík en er fáanleg í aq).

En þetta geta fæstir sætt sig við, afþví þetta er að sjálfsögðu ekki action quake: the sequel, og vísa því flestir þessum annars ágæta leik á bug án frekari athugunar (einn 20 mín leikur við 3 aðra er ekki næg athugun). Ef þið spáið í því, hvað ætliði að gera annað, fara í steingeldan q3 heim (minna matchað þar en í aq hef ég heyrt), halda áfram í hægdeyjandi aq heim þar sem er minna og minna að gera (aldrei fleiri en 2 góðir á public server í einu og sjaldnast fleiri en 5 total)? Fara í cs (þar sem allir hata alla og allir eru haxxarar)? Í mínum huga er reaction quake næsta “logical” step fyrir þá sem finnst action quake vera the one and only.

en nóg um það afhverju mér finnst að fólk ætti að fara í reaction quake frekar en annað, og í leikinn sjálfan :)

Það sem ég tók strax eftir var hvað þetta var allt voðalega “fínt” eitthvað, startup skjárinn allur logandi eitthvað og loadup skjárinn með einhverjum fansy myndum og eitthvað (sem er eitthvað sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér). Þetta var töluverð breyting frá því sem ég var vanur úr aq þar sem allt var einfalt og þægilegt. Þetta hefur sína kosti svosem, en mér persónulega finnst þægilegra að hafa bara einn skjá með öllum möguleikunum og svo þegar maður er að fara í map að sjá bara fælana loadast og búið, þetta er einhvernvegin ekki… aq (ég veit að ég er að predika að þetta sé auðvitað ekki aq, en það er ekkert að því að líkjast meistaranum aðeins).

“First impression” af leiknum er að þarna sé á ferð leikurinn sem maður hefur eytt ótöldum stundum í, nema bara með betri grafík. En þegar maður spilar leikinn kemur fljótt í ljós að þetta er alls ekkert gamli góði action quake, heldur eitthvað glænýtt fyrirbæri, bara með svipuðum möppum og voru í action quake og sömu byssunum. Það er margt sem mætti bæta að mínu mati í rq3, “runnarnir” sem er hægt að skjóta í gegnum mætti fjarlægja (t.d. í miðjunni í tj), trén eru alltof fín, erfitt er að sjá skinnin, environment hljóðin eru alltof áberandi og fleira í þeim dúr.

Því legg ég þetta til við fólk sem finnst vera lítið að gera í aq og finnst q3 og cs ekki vera við sitt hæfi… gefið rq3 séns, postið hugmyndum ykkar um betrumbætur á huga og hver veit, ykkur gæti líkað jafnvel við rq3 og aq eftir smá tíma. Það finnst flestum eitthvað vera að rq3, og réttilega svo, en leikurinn er ekki kominn í loka stig þróunar og margt á eftir að breytast.



Fyrir þá sem langar að gefa þessum ágæta leik séns þá er hér ein pínulítil klausa eftir vin litla mannsins, engan annan en Skittles, en þetta ætti að nýtast flestöllum við gerð nýs cfg´s.


Hérna ætla ég að koma með flest allar nytsamlegar skipanir og aliasa sem eru í RQ3 og hafa verið gerðir.
verður alltaf að hafa / fyrir framan skipanirnar ef þú ert inní leiknum, annars ekki.
—–Binds—–
–Hreyfingar–
Skipun // hvað skipunin gerir // Dæmi
+forward // Labba áfram // bind w “+forward”
+back // Bakka // bind s “+back”
+moveleft // “Strafe'a” til vinstri // bind a “+moveleft”
+moveright // “Strafe'a” til hægri // bind d “+moveright”
+moveup // hoppa og synda upp í vatni // bind space “+moveup”
+movedown // beygja sig og synda niður í vatni // bind ctrl “+movedown”
+speed // Labba/hlaupa // bind shift “+speed”
–Vopn–
weapon 1 // Skammbyssa // bind 1 “weapon 1” - virkar einnig að nota “MK23 Pistol”
weapon 2 // Haglabyssa // bind 2 “weapon 2” - virkar einnig að nota “M3 Super 90 Assault Shotgun”
weapon 3 // mp5 // bind 3 “weapon 3” - virkar einnig að nota “mp5/10 Submachinegun”
weapon 4 // Handcannon // bind 4 “weapon 4” - virkar einnig að nota “Handcannon”
weapon 5 // Sniper // bind 5 “weapon 5” - virkar einnig að nota “Sniper Rifle”
weapon 6 // m4 // bind 6 “weapon 6” - virkar einnig að nota “M4 Assault Rifle”
weapon 7 // Tvær skammbyssur // bind 7 “weapon 7” - virkar einnig að nota “Duel MK23 Pistols” eða “akimbo”
weapon 8 // Hnífur // bind 8 “weapon 8” - virkar einnig að nota “Combat Knife”
weapon 9 // handsprengja // bind 9 “weapon 9”
Speicialweapon // Taka upp “góða” vopnið (weapon 2-6) // bind q “specialweapon” - Mæli með að þið notið þetta í staðin fyrir weapon 2-6
+attack // skjóta // bind mouse1 “+attack”
–Sérstakar RQ3 skipanir–
+button5 // Hlaða // bind mouse2 “+button5” - (sama og “reload” í aq)
bandage // binda fyrir sárin - bind f “bandage”
weapon // breytir stillingum vopna // bind mwheelup “weapon” - Sniper: zoomar, m4 og mp5: breytir í/úr 3 burst mode(skýtur 3 skotum í einu),
Skammbyssan: breytir í að skjóta einu skoti í einu í staðin fyrir að geta haldið inni, handsprengjan: hve langt þú kastar, hnífur: hvort þú skerð með honum eða kastar honum.
opendoor // opnar hurð // bind e “opendoor”
team // setur þig í lið // team 1 (ferð í lið 1)
irvision // setur IRvision á // bind x irvision - getur aðeins notað þetta með bandolier og ef það er virkrt á servernum
choose // velur þér vopn/hlut // choose mp5 - choose laser
drop // hendir frá þér hlut/vopni // bind v “drop weapon” - bind x “drop item” - bind z “drop case” (drop case er í CTB, meira um það síðar)
weapnext // næsta vopn // bind n “weapnext”
weapprev // fyrra vopn // bind m “weapprev”
unzoom // “zoomar” út úr snipernum // bind mwheelup “unzoom”
tkok // fyrirgefur “TeamKill” // bind p “tkok”
+wstats // sérð hittni og því líkt // bind k “+wstats”
scores // sérð stöðuna // bind k “scores” - (sama og “+scores” í q3)
–Aðrar skipanir–
name // setur nafn // name “WhoKnowsWhat”
kill // drepur sjálfan þig // bind l “kill”
say // talar // say “Hi”
say_team // talar við liðfélaga // say_team “need backup”
messagemode // talar við alla // bind t “messagemode”
messagemode2 // talar við liðfélaga // bind y “messagemode2”
callvote // byrjar á kosningu // callvote map urban - callvote g_gametype 3 - callvote kick idlegaur (svipað vote og votekick í aq2)
vote // svarar kosningu // bind f1 “vote yes” - bind f2 “vote no”
–Liða skipanir– allar þessar skipanir voru með % merki fyrir framan í aq2 og passið að nota STÓRA stafi
$W // segir til um vopn sem þú heldur á // bind x say “I have $W on me”
$I // segir til um hlut sem þú heldur á // bind x say “I have $I on me”
$H // segir til um heilsuna þína // bind x say “My health is $H and dropping”
$A // segir til um skot í byssunum þínum // bind x say “I have $A in my $W”
$T // nafn á liðsfélögum sem þú sérð nálægt þér // bind x say “$T, get back here”
$K // síðasti óvinur sem þú drapst // bind x say “I just killed $K” - segir báða ef þú hefur drepið 2
$P // síðasti óvinur sem þú meiddir // bind x say “I hit $P with my $W”
–Radio hljóð–
Svo mikið af þeim. <a href="http://www.rq3.com/docs/controls-and-client-vari ables.htm#650“>Hérna</a> er listi yfir þau.
–Skipanir í Matchmode–
cg_RQ3_autoaction // gerir eftirfarandi - (0 tekur hvorki demo né skjáskot í lok leiks, 1 tekur demo, 2 tekur skjáskot að lok leiks, 3 tekur demo og skjáskot að lok leiks) // /cg_RQ3_autoaction ”1“
captain // setur fyrirliða // /captain
referee // setur dómara // /referee - aðeins fyrirliðar geta látið einhvern verða dómari
ready // tilbúinn // /ready - aðeins fyrir fyrirliða
sub // setur þig á ”bekkinn“ // /sub
teaname // breytir nafni á liði // /teamname ”0wnz0rz“ - aðeins fyrir fyrirliða
teammodel // breytir módeli á liði // teammodel ”grunt/resdog“
ref // skipanir fyrir dómara eru eftirfarandi (alltaf /ref á undan - kick <nafn á spilara>(sparkar spilara út af server), map_restart(byrjar borðið aftur), locksettings(læstir öllum skipunum), resetmatch(byrjar leikinn uppá nýtt), clearscores(stigin endurræsast), pause(”pása“)
–Nokkrar graffík skipanir– Ef að þið eruð búin að prufa þetta og hafið rekist á þegar þið eruð skotin þá hristist þið og skjárinn verður rauður. Þetta lagar það
cg_RQ3_flash // // /cg_RQ3_flash ”0“ - mæli með þessu
cg_RQ3_painblend // // /cg_RQ3_painblend ”0“ - mæli með þessu
cg_RQ3_impacteffects // // /cg_RQ3_impacteffects ”0“ - mæli með þessu
Leikurinn gæti verið of dimmur hjá ykkur, setjið þetta svona til að laga:
r_picmip ”1“
r_mapoverbrightbits ”2-4“
r_intensity ”2“
r_gamma ”1.7“
Sniper skipanirnar getið þið lesið um í ReactionQuake3 FAQ greininni.
”Alíös“
Zooma í 2x og svo aftur í 1x með sama takka:
set vy ”set vc vstr vx;unzoom;echo zoom out;bind mouse3 vstr vx“
set vx ”set vc vstr vy;weapon ;echo zoom in;bind mouse3 vstr vy“
vstr vy
bind mouse3 vstr vx
Hljóð, hækka og lækka með page up og page down:
set vol00”set s_volume 0.0;set vdn vstr vol00;set vup vstr vol01;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^1Mute“
set vol01 ”set s_volume 0.1;set vdn vstr vol00;set vup vstr vol02;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.1“
set vol02 ”set s_volume 0.2;set vdn vstr vol01;set vup vstr vol03;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.2“
set vol03 ”set s_volume 0.3;set vdn vstr vol02;set vup vstr vol04;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.3“
set vol04 ”set s_volume 0.4;set vdn vstr vol03;set vup vstr vol05;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.4“
set vol05 ”set s_volume 0.5;set vdn vstr vol04;set vup vstr vol06;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.5“
set vol06 ”set s_volume 0.6;set vdn vstr vol05;set vup vstr vol07;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.6“
set vol07 ”set s_volume 0.7;set vdn vstr vol06;set vup vstr vol08;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.7“
set vol08 ”set s_volume 0.8;set vdn vstr vol07;set vup vstr vol09;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.8“
set vol09 ”set s_volume 0.9;set vdn vstr vol08;set vup vstr vol10;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^00.9“
set vol10 ”set s_volume 1.0;set vdn vstr vol09;set vup vstr vol10;play sound/misc/menu2;echo ^7Volume: ^01.0“
vstr vol07 // Set Default Volume
bind pgup ”vstr vup“ // Increase Volume
bind pgdn ”vstr vdn“ // Decrease Volume
Enemy down, svo það sé ekki alltaf það sama: - Getið bætt inn að vild
set kill1 ”say_team $K got owned;wait;set kill vstr kill2“
set kill2 ”say_team $K down;wait;set kill vstr kill3“
set kill3 ”say_team $K dead;wait;set kill vstr kill4“
set kill4 ”say_team $K ;wait;set kill vstr kill5“
set kill5 ”say_team $K er steindaudur;wait;set kill vstr kill6“
set kill6 ”say_team $K do;wait;set talkb vstr talkb1“
set kill ”vstr kill1“
bind del ”vstr kill;radio enemyd“
Núna ætla ég aðeins að fjalla um hvernig leikir eru í boði inní þessu(gametypes) og stillir það með því að skrifa ”g_gametype <einhver tala>“ eða callvote ”g_gametype <einhver tala>“
Fyrsta lagi er það Deathmatch(DM) (g_gametype 0)
Hérna eru allir á móti öllum og byssurnar liggja einhversstaðar um borðið og þú byrjar með skammbyssu og hníf. Þú færð eitt stig fyrir að drepa, en þegar þú ert búinn að drepa 4 án þess að deyja á milli
í röð þá færðu 2 stig fyrir hvert dráp, svo 4 stig fyrir hvert dráp þegar þú ert búinn að drepa 8. Þannig gengur það uppí 128 dráp og færð 64 stig.
s.s. 4:2 - 8:4 - 16:8 - 32:16 - 64:32 - 128:64.
Team Deathmatch (TeamDM) (g_gametype 3)
Hérna eru 2 lið. Þú velur þér vopn (mp5,mp4,m3(shotgun),sniper, hnífa eða tvær skammbyssur) og hlut. Hérna er einnig eins og í DM þá færðu fleiri frög því fleiri sem þú drepur án þess að deyja.
Og eins og í DM þá lifnarðu strax við eftir að þú deyrð. Einnig er til TeamDM Deathmatch style, en þar velurðu þér engin vopn heldur byrjar bara með skammbyssu og hníf eins og í DM.
Teamplay (TP) (g_gametype 4)
Hérna eru einnig 2 lið og þú velur þér einnig vopn(mp5,mp4,m3(shotgun),sniper, hnífa eða tvær skammbyssur) og hlut auk skammbyssu og hníf sem þú byrjar alltaf með. Í þessum leik lifnarðu ekki strax við og þú deyrð heldur
þegar allir í öðru liðinu eru dánir þá vinnur hitt liðið og fær eitt stig. Svo byrjar ný umferð.
Capture The Briefcase (CTB) (g_gametype 5)
Þetta er nýtt fyrir suma, eins og í TP þá velurðu vopn og hlut. Í þessu eru tvær töskur sitthvorum megin í borðinu, eitt á hvert lið. Fyrir þá sem hafa spilað Capture The Flag(CTF) þá er þetta svipað.
Sem sagt það eru tvær töskur, lið eitt á að reyna að ná töskunni sem lið 2 er með og fara með hana á sína tösku og öfugt, en til að liðið fái stig verður taskan þeirra að vera á sínum stað þegar
töskunni frá hinu liðinu er skilað. EN, öðruvísi en í CTF þá geturðu aðeins tekið upp töskuna með stillt á skammbyssu eða hníf. Mæli með að þið bindið takka fyrir ”drop case" áður en þið byrjið í
þessu. Því það er betra ef einhver með 100 í heilsu sé með töskuna heldur en einhver með 10 t.d.


Njótið vel :)


P.S. mæli með að byrja að massa þetta eftir skjálfta bara og sjá hvað setur.