Einn besti alhliða Quake 3 spilari í heimi nú til dags mun taka þátt á næsta skjálftamóti, Skjálfta 2 | 2003. Hann heitir Magnus Olsson og eins og þið tókuð eflaust eftir þá kallar hann sig ic-fox. Hann mun taka þátt í duel keppninni og sennilega spila með MurK í teamplay.

Fox mun verða íslenskum keppendum verðugur andstæðingur og setja skemmtilegan brag á næsta mót, enda atvinnuspilari hér á ferð. Hann er þekktur um allan heim og spilar núna með iCE cLIMBERS í Eurocup, sem er á vegum <a href="http://www.clanbase.com“>Clanbase</a>, og með sænska landsliðinu í Nations Cup, sem er einnig á vegum <a href=”http://www.clanbase.com“>Clanbase</a>. Fyrir þá sem vilja sjá þennan magnaða spilara í hasar mæli ég sérstaklega með þessu <a href=”http://www.cyberfight.org/getfile.php?file_id=11639“>demoi</a>, þar sem hann tekur Rússa í kennslustund á pro-q3dm6.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska Quake menningu og vonandi munu íslenskir spilarar sanna að þeir eru þeim erlendu engir eftirbátar og veita fox verðuga keppni.

Hér er svo <a href=”http://img.cyberfight.ru/i_c/5038/orig/img.jpg“ >mynd</a> af iCE cLIMBERS og er röðin; Phantom, Reptile, Toxic, Gopher, Fox.

Einnig má benda á þetta áhugaverða <a href=”http://www.sogamed.com/profiles.php?id=11“>viðtal</a> við kappann þar sem hann fer fögrum orðum um MurK.

Svo er að sjálfsögðu hægt að lesa um kappann og downloada demoum með honum á síðum eins og <a href=”http://www.esreality.com“>www.esreality.com</a> og <a href=”http://www.cyberfight.org">www.cyberfigt.org</a >.