Já, ég frétti það í gær eins og flestir ykkar að ákveðið hefði verið að loka á skjalfta bæði mót og “server” vélar, vegna sí endurtekins skítkasts á p1mpa. Ég í raun skil þess ákverðun og get varla annað en stutt hana. Vissir aðillar innan kveiksamfélagsins hafa varla annað gert síðan að skjalfti byrjaði að bjóða uppá þessa þjónust (frítt) að væla undan hinu og þessu. Ef það er ekki lagg, þá er það server uppsettningar, misnotkun á valdi eða guð má vita hvað. Núna eru þessir ágætu menn búnir að vinna við þetta í 1-2 ár, og maður myndi nú halda að fólk myndi sýna þakklæti fyrir störf þeirra. En staðreyndinn er sú að fólk hefur bara gagnrýnt það sem miður fer, en ekki hrósað þeim fyrir það sem þeir hafa gert gott.

Simnet leggur mun meira í okkar samfélag en það fær til baka, og ég efast um að eitthvað annað fyrirtæki muni taki við af þeim og standa sig betur í að halda utan um þetta samfélag okkar en simnet hefur gert. Vissulega hefur adsl verið böggað stundum, en ég veit það fyrir víst að þið eruð ekki að væla í réttu mönnunum þegar þið eruð að væla í Smegma, Banda og Fluffa og fleirum.

En það sem ég vildi gera með þessari grein, var í raun bara að sýna þakklæti mitt fyrir störf ykkar, og ég vona að samkveikarar mínir sem eru sömu skoðunar og ég, muni gera slíkt hið sama.