Páskahelgina fer QLAN fram Í Enköping í Svíaríki. QLAN er hreinræktað Quake III Arena lan með keppnum í tdm og 1on1. Flestir bestu spilarar Skandinavíu, og nokkrir Rússar, hafa lagt leið sína á staðinn, og verður fróðlegt að berja t.d. fox og cooller augum á jafnréttisgrundvelli (LAN).

gtv2.simnet.is:30000 verður að sjálfsögðu á staðnum, en verði of mikil aðsókn í plássin þar verður e.t.v. auka TV sett upp fyrir íslendinga á gtv.simnet.is:30000 (pass simnet).

Áhugasamir geta skoðað mótsvefinn á <a href="http://www.fragtown.nu/qlan“>www.fragtown.nu/qlan</a>, og litið á #QLAN.se, #QLAN.1on1 og #QLAN.tdm á QuakeNet (irc.quakenet.org) fyrir nýjstu upplýsingar. Einnig má vitaskuld búast við umræðum um viðburðinn á #quake.is á IRCnet.

Reikna má með að leikir verði í gangi með hléum allan Páskadag (frá hádegi til miðnættis) og að úrslitaviðureignir fari síðan fram seinni partinn á mánudag.

Þeir sem ekki þekkja vel til GTV ættu að kynna sér <a href=”http://www.hugi.is/quake/bigboxes.php?box_id=43634&more=1“>GTV FAQið</a> hér á hugi.is/quake.

Demo og stórgóða umfjöllun á ensku má finna á <a href=”http://www.cached.net">Cached</a>.

Góða skemmtun og gleðilega páska,
Smegma