Nations Cup Q3TDM/CTF Nú er komið að fjórða tímabili í svokallaðri Evrópukeppni landsliða í Q3TDM/CTF sem er haldin af <a href="http://www.clanbase.com“>ClanBase</a> en skráningar standa yfir.

Undanfarin tvö tímabil hef ég verið captain/þjálfari/fyrirliði fyrir TDM liðið, en ætla ekki að gera það í þetta skiptið sökum anna. Þessvegna mæli ég með því að einhverjir hæfileika menn sækji um sem captain fyrir íslenska landsliðið, en til þess að fá ”starfið“ þarf að senda email á stjórnanda deildarinnar með upplýsingum um viðkomandi og meðmæli frá einhverjum af stærstu clönum senunnar(ice, murk, fallen, wo?), því fleiri því betra - og allra best er víst að fyrrv. captains mæli með.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hvernig sótt erum captain hlutverkið í CTF <a href=”http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=8045 6&mid=0&lid=888“>hér</a> og TDM <a href=”http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=8045 9&mid=0&lid=887“>hér</a>

Ef þið hafið einhverjar spurningar um hvernig þetta allt saman fer fram, eða óskið ”meðmæla“ frá mér þá sendið mér bara msg á irc.

Meðal hlutverka captains:

Velja landsliðið, engin takmörk eru á því hve margir menn mega vera í því né hve margir frá hverju clani að undanskilinni þeirri reglu að einungis 2 frá sama claninu mega spila í einu.

Æfa landsliðið og velja 4 manna byrjunarlið úr landsliðshópnum.

Útvega aðstöðu þar sem landsliðið getur spilað á ”góðu"(60-90) pingi á evrópskum serverum - einsog staðan er í dag þá er Murkholt, lan staður MurK'ara, og fallen-ground, lan-staður fallen manna einu staðirnir með nægilega stórri eu tengingu að hægt sé að spila 4 saman á góðu pingi erlendis.

Veit ekki hvernig/hvort að fallenground geti tekið við svona hópum, en ég held(ítreka, held - ekki viss) að MurKholt bjóði uppá það ef pláss leyfir, gegn vægu gjaldi. Talið við Ólaf, MurK-Olaf, sambandi við þetta.