Nú styttist í skjálfta og væntanlegann stórsigur minn og míns liðs í AQ! :)

Undanfarna 3 (held ég) skjálfta hefur allt verið með kyrrum kjörum (óbreytt) í AQ. Við höfum haft sömu útgáfuna af TNG (2.71) og sama configgið, meira að segja sömu möppin.
Fyrir þennan skjálfta mun þetta breytast ofurlítið. Ég er kominn með test útgáfu af TNG 2.72 og hún hefur keyrt undanfarið á skjálfta4 og virðist hafa gengið vel. Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt píp frá ykkur um það sem er breytt þar. Því hef ég ákveðið að á mótinu verður þessi nýja (enn óútgefna) útgáfa af TNG vera á þjónunum.

Þetta þýðir meðal annars að þeir ykkar sem stóla á spekksvindlið (sjá í gegnum kassa/veggi á skjám sessunauta ykkar) verða að koma upp með nýtt stratt í einum grænum kvelli :) Þetta er ég nefnilega búinn að laga í 2.72. You wont see JB and his boomstick coming! :)

Meðal annara lagfæringa í 2.72 er til dæmis punch. Nú á það að virka alveg eins og kick gerir. Ekki hægt að puncha teammates fyrr en round er búið og komið almennilegt delay milli puncha. S4 hefur haft punch virkt síðan 2.72 kom upp, og engar kvartanir. So Fear JB's Iron fist á mótinu! :)

Ég lagaði líka unlimited grensubögginn. So dont fear JB's unlimited grenades á mótinu ;)

TNG 2.72 er i686 optimæsed og keyir hraðar og léttar á þjónum en fyrri útgáfur. Ég lagaði einnig nokkra bögga sem gátu krassað þjóninum.

Í stuttu máli, það sem verður öðruvísi héðan í frá er:

Ekkert spekksvindl.
Punch virkt.
JB mun vinna ;)


PS: Mig er farið að klæja í haglarann af tilhlökkun á skjálfta! :)