Jæja, þá er fyrsti leikurinn af Freebase Eurocup loksins búinn eftir mikið vesen af hálfu admina deildarinnar.
Leikurinn var gegn Bretum og írum (undir .uk tagginu) klukkan 20:00 í kvöld, á þeirra server og á þeirra möppum, sem gerði þessa viðureign ansi erfiða, en bretar eru þekktir fyrir að vera sniper hoe´s dauðans. Þeir völdu cliff2 sem sitt aðalmap (eðalmap þar á ferð, bara því miður ekkert spilað hérna á fróni) og svo urban sem annað map (aðeins betra val fyrir okkur :).

Lineuppið hjá okkur að þessu sinni átti að vera Mud, Core, Van-Gogh og Dogma, en því miður komst vanni ekki svo ég (TazZman) leysti hann af.

Auðvitað varð vesen, þeir byrjuðu að spyrja hvort þetta væri nokkuð official match (wtf?) og svo var dómarinn sofandi þegar leikurinn átti að hefjast, svo það varð að finna annan dómara, svo fóru að sjálfsögðu fram deilur um reglur deildarinnar og svo framvegis (fastur liður í landsleikjum). Að lokum komumst við þó að því að roundtimelimit ætti að vera 3, 1 sterk grensa og svo framvegis.

Cliff2 byrjaði ekki vel fyrir okkur, staðan var 4-1 eftir 3,5 mín. leik og allt á afturfótum, en þá hrukkum “við” aðeins í gang og mud tók alla :). eftir spennandi leik, sem snérist aðallega um það hvort við næðum snipernum þeirra nógu fljótt til að eiga nóg eftir í autoana endaði staðan í 20-12 bretum og írum í vil, ekki svo slæmt takandi allt til greina (við með 70 í ping gegn 25 ping hjá þeim, þeirra map og þeir strattaðir).

Seinna mappið, urban, gekk mun betur, og má segja að Mud og Dogma hafi átt það map, en teamplayið þeirra var ógnvænlegt á tímabilum (sem dæmi má nefna að dogma boostaði mud uppá brúnna, sem að sjálfsögðu tók 2 á meðan dogma skaut í kassana á 4 boxes og headaði síðasta .uk kallinn :) ). Leikurinn endaði svo 12-6 Íslandi í vil.

Þar sem prósentukerfið er notað endaði viðureignin í jafntefli (nema adminarnir fari að hýrast, sem maður gæti alveg trúað eftir fyrri afrek), sem er ansi vel af sér vikið gegn sterku liði breta og íra.

Næsti leikur er ekki kominn á hreint, en vonum að það verði heimaleikur svo við getum sýnt þessum útlendinum hvernig á að rusha jungle1 :).

TazZman