Jæja góðir hálsar, þá er loksins næsta evrópukeppni landsliða í aq orðin að veruleika, og að sjálfsögðu er Ísland skráð. Síðast náðum við fjórða sæti og eigum því góðan séns í þessa keppni.

Þessi keppni er þó nokkuð öðruvísi í sniðum en síðasta keppni, og er helsta breytingin sú að keppt er í 4on4 í stað 5on5 eins og við erum allir vanir. Einnig eru margt annað sem á eftir að gera okkur Íslendingum erfitt fyrir (já nú kemur það í bakið á okkur að vera með heimatilbúin skin og að hafa bara spilað þrenninguna) eins og default skins only, slæmt ping og gífurlegur fjöldi mappa. En fyrir forvitna bendi ég á www.freebase.dk/euro (jeje, ég kann ekki að gera linka).

Keppnin fer þannig fram að liðunum er skipt í 2 riðla, með 6 liðum hvert, og hefur þeim verið skipt svohljóðandi:
riðill1: Svíþjóð, Noregur, Portúgal, Austuríki, Ítalía og Slovenía
riðill2: Ísland, Finnland, Bretland, Þýskaland, Holland og Danmörk
Hvert land keppir svo tvisvar gegn hinum löndunum, einu sinni á heimaserver og einu sinni á útiserver, og velur heimaliðið möppin sem skulu spilast. Til að reikna út hvaða lið vinnur er notast við prósentukerfið margóttaða. Þetta getur haft þær afleiðingar að lið sem spilar á útiserver campar inní herbergi og reynir að láta tímann líða til að tapa með sem minnstum prósentumun (en heimaliðið getur að vissu leyti komið í veg fyrir þetta með því að velja rush möpp ef það vill reyndar).

Svo er það aðalatriðið í hugum margra, hvernig er liðið og afhverju er það svona?
Reglur Freebase segja að aðeins 9 aðilar meigi vera skráðir fyrir hvert lið, og “forfeitist” einn aðilinn er það bara slæmt, áfram skulu hinir 8. Þar sem ég (tazzman) er team captain og landsliðseinvaldur að þessu sinni lá sú ábyrgð að velja í liðið eingöngu á mínum herðum (skv. Freebase! :) og ákvað ég að velja í liðið samkvæmt árangri á síðustu skjálftum, reynslu af spilun í útlöndum (gömlu góðu módem dagarnir koma sér vissulega líka vel:) og samspili, eða teamplayi. Ég vil ítreka að mun fleiri komu til greina en þessir 9 sem voru valdir og var ansi sárt að neita sumum, en svona er lífið.

Liðið er sem hér segir: TazZman(cpt), GimP, PhroZen, Drulli, Dogma, Van-Gogh, flazh, Mud og Core.

Fyrsti leikur liðsins verður seinni part þessa mánaðar, þó við ætlum að reyna að setja upp æfingar fyrir þann tíma, og skora ég á clön að taka æfingarmötts við okkur.

Lanaðstaða fyrir útileikina að minnsta kosti væri augljóslega ákjósanleg og ætlum við að reyna að tala Murkholtinga til að leyfa okkur að leecha linkinn þeirra þau kvöld sem útileikirnir spilast, en þar sem engin föst dagsetning er komin á leikina verður það allt að fá að koma í ljós seinna meir.