Klukkan 22:00 í kvöld spilar íslenka tdm landsliðið leik við Spánverja, og er ætlunin að reyna við massaumfjöllun frá leiknum, líkt og gert var fyrir Hollandsleikinn. Fyrir hönd Íslands spila ArNi, Glitch, Con og b3nni.

Unnt verður að horfa á leikinn live á GTV (sjá GTV FAQ hérna vinstra megin á síðunni, þar eru leiðbeiningar), og hlusta á lýsingu þeirra Olafs/Scorpa og Kára (qeySuS/Dracovic) samhliða. Að þessu sinni erum við reynsunni ríkari hvað varðar samstillingu GTV og Shoutcast, og ætti sá þáttur því að ganga vel. Nánari upplýsingar um samstillingarþáttinn, fyrir þá sem lenda í nokkurra sekúndna skekkju, má finna á http://static.hugi.is/smegma/wolftv.html#sync

Eins og fyrr segir hefjast leikar kl. 22:00 í kvöld og verður coverage sem hér segir:

* GTV: gtv2.simnet.is:30000
* Shoutcast: skjalfti.simnet.is:1337

Unnt er að tengjast shoutcastinu með að ýta á ctrl+l í winamp, og slá inn þessa slóð. GTV er tengst eins og hverjum öðrum Q3A server; að því loknu er best að ná sér í upplýsingar í FAQinu. Shoutcastið verður 56 kbps, og því nothæft á ISDN tengingum og stærri.

ps. ekki er útilokað að PunkBuster geri okkur lífið leitt, en það verður þá bara að hafa það. :P

pps. ha, copy-paste??? :)

Góða skemmtun! :)
Smegma