Það kemur mér svolítið á óvart að það eru næstum því jafn margir sem vita ekki hvað QTV er og ætla að fylgjast með EuroCPL miðað við þessa könnun hér á hugi.is. Því ætla ég að eiga örfá orð um hvað QTV er og hvernig á að nota það.

QTV stendur fyrir QuakeTV. Það er notað til þess að stór hópur fólks geti fylgst með leiki í Quake 3, annað hvort í beinni eða með nokkurra sekúndna töf (til að koma í veg fyrir svindl). Eftirfarandi þarf að hafa til að geta notað QTV:
* Quake 3 Arena v1.17
* IP adressu og port nr á QTV server

Það er mjög mikilvægt að notast sé við Q3 1.17. Eldri útgáfur (1.16n t.d.) geta ekki tengst og nýrri útgáfur (1.25/1.25y) mega hreinlega ekki tengjast, því þá krassar QTV og það eyðileggur allt fyrir alla sem voru að horfa á. EKKI tengjast QTV með 1.25!!!

IP tölur á QTV server er ávallt hægt að nálgast á heimasíðu / irc rás viðkomandi móts. Sem dæmi stendur nú yfir online mót hér á íslandi sem nefnist <a href="http://www.thurs2k.com“>Thurs2K</a>. Allar upplýsingar um klukkan hvað leikir eru og hvaða QTV server á að tengjast fyrir hvern leik er að finna þar. Sjálfsagt verður eitthvað svipað á heimasíðu <a href=”http://www.cpleurope.com/“>EuroCPL</a> þegar nær dregur móti.

Framkvæmd er því eftirfarandi til að komast á QTV:
* Farðu á netið
* Keyrðu upp Quake 3
* Farðu í console (takkinn við hliðina á 1) og skrifaðu /connect IPtala:PORTnumer þar sem IPtala er IP tala á QTV server (t.d. 121.232.45.6 eða qtv.whatever.com) og PORTnumer (t.d. 27960 eða 30000).

Þar með ertu tengdur, og ætti map að hlaðast inn og þú byrjaður að fylgjast með einhverjum leikmanni. En takið eftir: þú stjórnar ekki með hverjum er verið að fylgjast, heldur sér einn aðili um það og sjá allir sem eru tengdir það sama. Það sem þú hinsvegar GETUR gert er eftirfarandi:
* Spjallað við aðra sem eru tengdir á QTV
* Skoðað stigatöfluna (default TAB takkinn)
* Séð hverjir eru inni á QTV
* Tekið við stjórn á kamerunni

Til að spjalla við aðra sem eru inni á QTV ferð þú einfaldlega í console (takkinn við hliðina á 1) og slærð inn texta. Nick þeirra sem eru að spjalla á QTV eru innan hornklofa (t.d. ”[Fresnik]: QTV is so cool!“) og leikmenn sjá ekki QTV spjallið (en þeir sem eru inni á QTV sjá það sem leikmenn segja).

Til að sjá hverjir eru inni á QTV ferð þú í console og slærð inn:
.who
Já, það á að vera punktur fyrst, en ekki / eins og með venjulegar skipanir í Quake.

Til að taka við stjórn á kamerunni þarftu að hafa lykilorð og slærð þú fyrst inn .password lykilorðiðmitt svo .helm.

Jæja, þar með lýkur þessi kennslustund og vonandi fer maður að sjá fleiri Íslendinga inni á QTV. Ef þú ert takkaóður og villt endilega prófa að setja upp QTV server mæli ég með þennan lestur <a href=”http://www.gamepig.com/articles/qtv123.html">hér</a>, en þú getur einnig sótt QTV þaðan, bæði linux og windows útgáfa.

Enjoy!