Nánast undantekningarlaust þegar einhver nálgast mig á irc og býður mér í duel í Vanilla Q3 þá setur mig hroll og hugur minn æðir af stað við að finna afsakanir fyrir því að ég geti ekki spilað duel við viðkomandi aðila. Oftast nær er ástæðan ekki sú að ég sé hræddur við að tapa, heldur sú að mér langar ekki að spila vegna þess að mér finnst það leiðinlegt. Ég hef aldrei verið feiminn við að spila við fólk og ég mun aldrei viðurkenna að ég sé tapsár. Staðreyndin er bara sú að vanillan sökkar. Þessvegna er ég svona hræðilega spenntur fyrir Pro Mode. Það er mín trú að þegar að pro mode verður að veruleika, altso hættir að vera beta, þá muni allt lagast. Allt sem mér finnst vont við Vanilla verði bætt. Allir þeir gallar sem ég veit um verði lagaðir. Ég er meira að segja með það á hreynu að um leið og pro mode kemur út í sinni fullnustu þá mun birta til í tölvuherberginu mínu, allskyns skuldir sem ég á muni falla niður og svakalega fallegt kvenfólk kolfellur fyrir mér í tonnavís. Núna er ekki nema eðlilegt að menn spyrji hvað það gæti verið sem gerir þennan gutta svona vissan í sinni sök. Svarið er einfalt,,, Það getur ekki versnað! Það eitt og sér eru að sjálfsögðu ekki réttmæt rök, þannig að hérna eru nokkur:
Ég hef prófað vanilla 1on1!
Ég hef prófað pro mode 1on1!
Ef þetta er ekki nóg þá get ég bent fólki á <a href="http://www.challenge-world.com/promode/demos/">þessa demo síðu</a> sem inniheldur einvörðungu pro mode demo.
Að lokum þá viðurkenni ég fúslega að þetta er ákaflega döpur röksemdafærsla hjá mér, og þeir sem fíla vanilla betur en pro mode hafa að sjálfsögðu fullan rétt á þeirri skoðun, eins og ég hef rétt á minni. Ég er bara að pulla Ástþór á ykkir til að fá ykkur til að skoða þessi demo og dæma svo…
Það gæti virkað :)